Mín eigin lög

4.000 kr.

Á lager

Bókin fjallar um þau ákvæði stjórnarskrár sem segja fyrir um störf Alþingis og danska þingsins við setningu löggjafar. Þau ákvæði eiga að tryggja gæði lagasetningar, eru eins fyrir bæði þingin og hafa verið óbreytt frá upphafi. Fram kemur að bæði þingin fara í stórum dráttum eftir ákvæðunum, en framkvæmd Alþingis er þó í sumu tilliti veik gagnvart kröfum þeirra. Bókin skipt­ist í tvo hluta: Sagan og nútíminn.

Í kaflanum „sögunni“ er fjallað um aðdraganda og setningu stjórnarskráa Dan­merkur og Íslands. Ákvæðin um störf þjóðþinganna eiga sér fyrirennara í reglum um héraðs­stétta­þingin í Danmörku (1835-1847) og um ráðgefandi Alþingi (1845-1873); þau þing störfuðu eftir sömu forskrift. Síðan var haldið stjórnlagaþing í Danmörku 1848-1849 og í bókinni er því haldið fram að þing Alþingis 1867 hafi í raun verið stjórnlagaþing. Þá kemur fram að Alþingi hafði nánast sjálfdæmi við setningu stjórnarskrárinnar, en sú söguskoðun er lífseig að Íslendingar hafi lítið komið að mótun hennar.

Í kaflanum „nútíminn“ er fjallað um framkvæmd Alþing­is og Folke­tinget á nefndum ákvæð­um stjórnarskránna, með áherslu á Alþingi. Rann­­sök­uð eru ákveðin atriði í framkvæmd þinganna og rædd í umræðukafla. Síðan koma fram fjórar athugasemdir um störf Alþingis og eru þær nefndar hér:

Í fyrsta lagi kemur fram að ákvæðið um að ekkert frumvarp megi verða að lögum án þess að það hafi verið tekið til þriggja meðferða felur í sér ýmsar formkröfur og gagnályktun. Gagnályktunin ber með sér að frumvörpum má hafna í fyrri meðferðum – sem kallar á atkvæðagreiðslur í lok hverrar meðferðar.

Í öðru lagi kemur fram að frumvörp sem nefndir flytja fá mikið lakari málsmeðferð fyrir þinginu en frumvörp ríkisstjórnar, bæði að efni og formi til.

Í þriðja lagi hefur Alþingi mjög stutta lágmarkstímafresti milli umræðna og snið­geng­ur þá síðan yfirleitt þegar kemur að þriðju umræðu.

Í fjórða lagi þarf Alþingi að framkvæma eigindarkröfuna af meiri kostgæfni en nú er gert. Hún fjallar um að frumvarpi megi ekki breyta svo mikið að einhver ákvæði þess hafi ekki fengið þrjár meðferðir.

Sjá nánar í bókinni. Höfundur hennar er fáanlegur til að kynna eni bókarinnar fyrir hópa.

Nýjustu færslur