Fjölskylda

Ég er giftur Guðlaugu S. Sigurðardóttur. Hún er viðskiptafræðingur og á 4 uppkomin börn og 4 barnabörn.

Ég á tvær dætur frá fyrra hjónabandi með Hildi Hafstað: Ragnheiði og Þórkötlu. Ragnheiður er viðskiptafræðingur, en Þórkatla fjármálaverkfræðingur. Þær búa í Reykjavík. Ragnheiður er gift Sævari Smára Þórðarsyni og Þórkatla Hauki Frey Axelssyni. Barnabörnin eru 6.

Foreldrar mínir eru María Hauksdóttir (1924-2007) frá Garðshorni í Köldukinn, S.-Þing. og Arnþór Guðmundsson stýrimaður og vélstjóri (1916-2007) frá Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda. Þau bjuggu framan af í Þingeyjarsýslu, en á Akureyri frá 1968 til dánardags.