Greinin birtist í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla vorið 2007. Hún er óritrýnd.
Úr inngangi: „Í mörgum framtíðarsögum er fjallað um áhrif aukinnar tækni og vélvæðingar á samfélög manna. Í flestum tilvikum sjá höfundar fyrir sér nýja möguleika á kúgun og misnotkun valds. Líf almennings, og jafnvel hugsanir hans, verði fyrir opnum tjöldum eða að minnsta kosti aðgengilegt yfirvöldum. Þannig verði almenningur varnarlaus gagnvart valdbeitingu af hvaða tagi sem er. … Möguleikar upplýsingatækninnar til upplýsingadreifingar og -öflunar hafa hins vegar aflað henni stuðnings flestra í okkar heimshluta. Upplýsingatæknin sjálf og möguleikar hennar til að styrkja eftirsóknarverð gildi ýmissa samfélaga eru víða til skoðunar.“