Afleiðingar vanrækslu stjórnvalda (12.03.2016)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Í fyrri greinum hefur verið dregin upp mynd af miklum and­stæðum sem varða ­stjórn­mál og stjórn­sýslu hér á landi. Ann­ars vegar af stjórn­kerfi sem hafnar sam­fé­lags­á­hrif­um ­upp­lýs­inga­tækni og staðn­aði á margan hátt (m.a. tækni­lega og því hvað varð­ar­ vinnu­brögð) á síð­ustu öld, einkum fyrir til­stilli hægri hug­mynda um að­gerða­leysi rík­is­ins í upp­lýs­inga­tækni­mál­um. Á ákveðnum sviðum mælist staða raf­rænnar þjón­ustu rík­is­ins svipuð og þriðja heims ríkja.

Hins ­vegar eru fyrir hendi vænt­ingar upp­lýs­inga­tækni­væddasta almenn­ings í heim­in­um ­sem notar netið mest allra sam­kvæmt mæl­ingum – vænt­ingar um aðgang að opin­berum ­upp­lýs­ingum og aðkomu að stjórn lands­ins. Þá er bæði átt við dag­skrá opin­berra ­mála og efni þeirra.

Áður­ en lengra er haldið er rétt að nefna að þeir sem eru innan við þrí­tugt eru ­jafnan kall­aðir staf­rænt inn­fæddir (e. digi­tal nati­ve) og nota netið mest allra. ­Síðan er þeim sem eldri eru skipt í tvo hópa; mið­aldra og þá sem eldri eru og sveigjan í notk­un­ar­kúrf­unni er við sex­tugt hér á landi (miða má við 1955 sem ­fæð­ing­ar­ár). En taka má fram að eldra fólk notar netið sífellt meira þannig að það virð­ist draga úr þeirri sveigju.

Einnig er mik­il­vægt að muna að notkun tölvu­tækn­innar og nets­ins og þar með þeirra ­skrif­legu sam­skipta sem því fylgir hefur afar sterkt orsaka­sam­band við menntun (já­kvæð ­fylgni) og næstum því jafn sterkt við tekj­ur, bæði hér á landi og ann­ar­s ­stað­ar.

Við skulum líka skil­greina þann veru­leika eða hug­mynda­heima sem takast á vegna ­mót­sagn­ar­innar sem hér er fjallað um; ann­ars vegar er „gamli heim­ur­inn“ sem ­táknar eldri vinnu­brögð og við­horf í stjórn­málum og stjórn­sýslu. Sá heimur not­ar enn að nokkru leyti hlið­ræna tækni (e. ana­log), munn­leg sam­skipti og dag­blöð og ­rit­aðar heim­ild­ir. Hins vegar er „nýi heim­ur­inn“ sem er raun­veru­leiki þeirra ­sem sam­þætta upp­lýs­inga­tækn­ina og netið eigin lífi. Í honum eru staf­rænt inn­fædd­ir í­búar og vax­andi hluti mið­aldra og eldra fólks.

Höld­um okkur við sam­fé­lags­leg áhrif nets­ins eins og þau eru skil­greind m.a. af ­stjórn­sýslu­stofnun Sþ. (UN­PAN) og sem sett voru fram í Mil­lenium mark­mið­u­m ­sam­tak­anna þótt áhrif nýrrar tækni séu tölu­vert flókn­ari: Gagn­sæi, sam­ráð og frels­is­hug­myndir nets­ins. Ef þessi hug­tök verða að veru­leika getum við talað um ­upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar.

Birt­ing­ar­myndir and­stæðn­anna

Hér­ verður því haldið fram með réttu eða röngu, enda liggja rann­sóknir ekki ­fyr­ir,  að þessar and­stæður end­ur­speglist í nán­ast for­dæma­lausum fylg­is­svipt­ingum í íslenskum stjórn­mál­um. Nýi heim­ur­inn hefur fundið nýtt stjórn­mála­afl eða stað­gengil (e. proxy) fram­sæk­ins ­stjórn­mála­afls sem eru Pírat­ar. Sífellt fleiri hafna fjór­flokknum og staf­rænt inn­fæddir styðja Pírata í um eða yfir 50% til­fella sam­kvæmt mæl­ing­um.

Gamli og nýi heim­ur­inn takast á um skoð­ana­myndun í land­inu. Helstu verk­færi gamla heims­ins eru dag­blöð (sem víða er hætt að gefa út í erlendum stór­borg­um) og aðrir hefð­bundnir fjöl­miðlar s.s. línu­legt útvarp og sjón­varp. Gömlu ­leið­tog­arnir nota gömlu miðl­ana og berj­ast um að kom­ast í fyrstu frétt­ina, í drottn­ing­ar­við­töl og fá ljós­mynd af sér á for­síð­um. Hins vegar er frétta­miðlun og frétta­tengd miðlun mikið upp­brotn­ari í nýja heim­inum og hver sækir sér það sem hann hef­ur á­huga á og fylgist með. Face­book er senni­lega leið­andi mið­ill fyr­ir­ ­skoð­ana­myndun og dreif­ingu frétta og við­horfa sem varða frétt­ir. Bar­átta er um ­skoð­ana­mynd­un­ina í sam­fé­lag­inu. Við höfum tvö sett af leið­togum í því efni sem hvorir til­heyra sínum heimi.

Hér­ er því um að ræða valda­bar­áttu milli ungs fólks sem vill end­ur­nýjað skipu­lag á því hvernig sam­eig­in­leg mál eru unnin og stjórn­kerfis sem hefur misst tengsl­in við fram­þróun hug­mynda á Vest­ur­lönd­um. Þar sem fram­tíðin er unga fólks­ins og ­tæknin þró­ast áfram með veld­is­vexti er nokkuð ljóst hvernig slag­ur­inn end­ar.

Nor­rænar og alþjóð­leg­ar ­fyr­ir­myndir

Áhersla er á það lögð af alþjóða­stofn­unum og vest­rænum rík­is­stjórnum að hag­nýta áhuga ungs fólks á net­inu til þess að efla lýð­ræð­ið. Þá er átt við hefð­bund­ið vest­rænt full­trúa­lýð­ræði. Í fyrri greinum hefur verið full­yrt að stjórn­sýslan eigi að fram­kvæma áhrif nets­ins og má rök­styðja það með alþjóð­legum fyr­ir­mynd­um lýð­ræð­is­ríkja. Munum að í Evr­ópu og þar með talið á hinum Norð­ur­lönd­unum er ­stjórn­sýslan mjög sterk.

Þannig er það fram­kvæmda­valdið sem býr til upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar, sam­þætt­ir ­gögn og býr til rík­is­gagna­grunna – og á gögnin sem til þarf eða hefur rétt til­ að sækja þau. Það er líka fram­kvæmda­valdið sem semur lög­in, er oft mörg ár að því og sam­kvæmt rann­sóknum er ljóst að und­ir­bún­ingur er mikið betri í ná­granna­ríkj­unum en hér. Gjarnan liggja rann­sóknir að baki nýrri laga­setn­ing­u og víð­feðmt sam­ráð er haft við hags­muna­að­ila, stjórn­ar­stofn­anir og jafn­vel almenn­ing þannig að sam­staða mynd­ast um laga­setn­ing­una. Því er það svo að nor­ræn­u ­þjóð­þingin eru einkum stað­fest­ing­ar- og eft­ir­lits­að­ilar fyrir fram­kvæmda­vald­ið, breyta frum­vörpum lítið og í sumum löndum alls ekki og minni­hluta­á­lit ­þing­nefnda eru nán­ast óþekkt. Þetta segir okkur að átaka­stjórn­mál eru síð­ur­ ­stunduð á Norð­ur­lönd­unum en hér og allir aðilar máls­ins, líka minni hlut­inn, kemur að mótun mála meðan „the winner takes it all“ mottóið gildir hér.

Stjórn­ar­fram­kvæmd ­ná­granna­ríkj­anna ein­kenn­ist þannig af miklu valdi stjórn­sýsl­unnar og minn­i hlut­ans, bæði í sam­fé­lag­inu og á þingi (þingið hefur mál­skots­rétt­inn í Dan­mörku og þar er eðli­legt að stað­setja hann í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag­i). Ráð­herrar hafa ­gjarnan þunnt eyra fyrir óskum almenn­ings. Því geta mál kom­ist á dag­skrá eða til fram­kvæmda í takt við almanna­vilj­ann. Þá er mark­visst unnið gegn spill­ingu og í sumum til­vikum segja ráð­herrar af sér ef þeir tapa í skoð­ana­könn­unum eða þeir mis­stíga sig.

Því er það svo að upp­lýs­inga­tæknin og netið hafa ekki valdið miklum sam­fé­lags­leg­um and­stæðum á hinum Norð­ur­lönd­un­um, stjórn­sýslan býr til upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar­ og breytir sam­fé­lag­inu jafnt og þétt og stjórn­málin deila valdi. Vissu­lega eru þó til gras­rót­ar­hópar sem vilja fella nor­ræna stjórn­kerfið og krefj­ast beins lýð­ræð­is, en þeir njóta tak­mark­aðs fylg­is.

Átaka­punktar

Þótt und­ar­legt megi virð­ast eru lítil átök um upp­bygg­ingu upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar hér á landi. Píratar leggja ótrú­lega litla áherslu á það og fjór­flokk­ur­inn enn minni.

And­stæð­urn­ar í sam­fé­lag­inu (milli nýja og gamla heims­ins) eru orðnar svo djúpar og til­trú al­menn­ings á stjórn­völdum svo veik og hefur verið frá fjár­mála­hrun­inu – að há­vær krafa er uppi um að veikja eða fella nor­ræna stjórn­kerfið okkar og taka ­upp beint lýð­ræði. Krafan var studd af Stjórn­laga­ráði, hún er studd ötul­lega af P­írötum og stjórn­mála­menn gamla heims­ins ræða varla um breyt­ingar á stjórn­mál­u­m og stjórn­sýslu nema til þess að taka undir hana, rétt eins og þeir eigi líf sitt undir því. Vinstri for­ystan gengur lengst, en jafn­vel for­ysta miðju­flokka ­fylgir á eft­ir.

Krafan um beint lýð­ræði er banda­rísk eins og margar af hug­myndum nets­ins. Hug­mynda­fræð­in ­gengur út á að almenn­ingur eigi að ráða með ein­hverjum beinum hætti og ein­stak­lings­hyggja er und­ir­tónn­inn. Stjórn­völd og ríkið er þá talið óvin­ir al­menn­ings og að allt vald sé spillt. Þetta er sama hug­mynda­fræðin og rétt­læt­ir vopna­burð almenn­ings, það að ein­stak­ling­ur­inn verj­ist rang­látum stjórn­völd­um ­sem ótví­rætt ber að van­treysta. Hún tekur á sig margs konar mynd­ir, t.d. hug­myndir um að sam­fé­lags­legt vald sé í eðli sínu nei­kvætt, en ekki að það sé leið lýð­ræð­is­ins til þess að gefa stjórn­mála­öflum tíma­bundið tæki­færi til þess að end­ur­bæta, þróa og breyta sam­fé­lag­inu. Þannig er trausti, sam­vinnu og sam­stöð­u Norð­ur­landa­búa hafn­að, gildi sem þó voru útbreidd hér á landi áður.

Ekki þarf að hafa mörg orð um að beint lýð­ræði er allt of ein­falt stjórn­kerfi fyr­ir­ nú­tíma sam­fé­lög, hefur marga þekkta og óyf­ir­stíg­an­lega galla sem lesa má um í nán­ast hverri ein­ustu kennslu­bók í stjórn­mála­fræði og hefur valdið ómældu tjón­i þar sem það hefur komið til fram­kvæmda, s.s. í Kali­forn­íu.

Ver­st er þó að lík­lega mun það veikja fag­mennsku, skipu­leg vinnu­brögð og vand­að­an und­ir­bún­ing og það gæti dregið úr sam­fé­lags­legu hlut­verki fram­kvæmda­valds­ins (þessi atriði eiga að ein­kenna störf þess). Áherslan er á stjórn­mála­lega lausn enda þótt fag­mennska ber­ist rík­inu frá háskól­unum til fram­kvæmda­valds­ins sem ­styrk­ist með því að fá til starfa ungt vel menntað fólk sem á að leiða ­sam­fé­lagið og þróa sam­eig­in­legar regl­ur. Sú hug­mynd að virkur almenn­ing­ur (aktí­vistar) taki betri ákvarð­anir en alþing­is­menn er sér­kenni­leg og ekki síð­ur­ sú áhersla að koma að málum eftir að þau eru frá­gengin og sam­þykkt af Alþing­i. Í nágranna­ríkj­unum er sam­ráðið á und­ir­bún­ings­stigi mála.

Nýi heim­ur­inn gerir kröfu um að landið verði eitt kjör­dæmi. Það mætir ekki nýj­u­m á­hrifum nets­ins, en ef fylgni er milli mennt­unar og auðs ann­ars vegar og búset­u hins vegar þá verður að minnka kjör­dæmi veru­lega til þess að allir íbúar hafi ­fyr­ir­svar. Munum að kjör­dæma­skipu­lag er annað en vægi atkvæða sem er í hæsta máta eðli­legt að jafna.

Þeg­ar hefur verið rætt um kröf­una um net­kosn­ingar (í annarri grein­inn­i). 

Hvað vilja Pírat­ar?

En lít­u­m til stjórn­mál­anna. Þau eiga að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmda­vald­inu og grípa inn í ef eitt­hvað fer úrskeið­is. Meðal stjórn­mála­flokk­anna hafa Píratar sér­stöðu og eru flestir þeirra miklir áhuga­menn um upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar. En í raun leggja ­þing­menn þeirra þó áherslu á ann­að.

Á töflu 1 kemur fram að Píratar hafa flutt 10 frum­vörp sem varða upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar (af 27 frum­vörpum þeirra). Þar af snú­ast 8 þeirra um ein­stak­lings­frelsi (guð­last, helgi­daga­frið, lengd vinnu­viku (sem margir fræði­menn telja spurn­ingu um frelsi), síma­hlerun og refs­ingar sem varða tján­ing­ar­frelsi) og þing­málin sem varða gagn­sæi eru um afmörkuð þröng mál, en ekki um almenna breyt­ingu upp­lýs­inga­tækni­mála rík­is­ins eða almennt um breytt vinnu­brögð stjórn­sýslu. 

7 þings­á­lykt­ana­til­lögur Pírata af 21 varða upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar. Þar er það sama uppi á ten­ingn­um. Áhugi á ein­stak­lings­frelsi. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga Birgittu Jóns­dóttur um net­jafn­ræði (e. net neutrality) er þó almenn og í takt við alþjóð­leg fyr­ir­mæli.

Af ­þing­málum Pírata má ráða að áherslur þeirra eru á ein­stak­lings­frelsi en ekki ­upp­lýs­inga­sam­fé­lag. Ein­stak­lings­frelsi er ekki endi­lega nei­kvætt og er oft í takt við alþjóð­leg fyr­ir­mæli þó þau séu ekki síður um jafna aðstöðu. En hafa verð­ur í huga að þeir vilja fremur frelsi til en frelsi frá. Frelsi frá er þó ekki síður mik­il­vægt og marg­ar al­þjóða­stofnar hafa lagt áherslu á það. Munum að frelsi til getur ógn­að ­mann­rétt­ind­um, per­sónu­vernd og öryggi almenn­ings.

Í fjöl­miðlum hafa þeir einnig lagt áherslu á beint lýð­ræði og til­lög­ur ­Stjórn­laga­ráðs og gert þau mál að skil­yrði. Þau mál eru ekki í takt við áhrif ­nets­ins.

Er hægt að sætta and­stæð­urn­ar?

Stjórn­völd eru í aðstöðu til þess að mæta kröfum unga fólks­ins. Þau þurfa ekki að gera það í öllu efni og skil­yrð­is­laust, en í nógu miklum mæli til þess að dragi úr and­stæðum í sam­fé­lag­inu.

Því miður hafa þau ekki borið gæfu til þess. Enn bólar ekki á að Stjórn­ar­ráð­ið hefji mark­vissa tölvu­væð­ingu og myndi gagn­sæi, enn ham­ast æðstu fyr­ir­menn ­þjóð­ar­innar gegn almanna­vilja og hafna þannig sam­ráði og enn er ekki orðið við frels­is­hug­myndum nets­ins.

Því ­lengur sem gamli heim­ur­inn berst gegn fram­þró­un­inni og því að gefa eftir af völdum sínum því meira tapar fjór­flokk­arnir af fylgi. Það er þó ekki það al­var­lega sem ger­ist. Nú er að mynd­ast meiri­hluta­fylgi meðal þjóð­ar­innar til að veikja og jafn­vel fella nor­ræna stjórn­kerfið með beinu lýð­ræði. Ef fram heldur verða þau sjón­ar­mið ofan á eftir næstu kosn­ing­ar. Ef svo fer kann van­ræksla rík­is­ins ­gagn­vart upp­lýs­inga­tækn­inni að hljóta harð­ari dóma í sög­unni en hér eru kveðn­ir ­upp.

Loka­orð

Hér­ lýkur þessum greina­flokki um upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar. Að lokum er spurt hvort ­skyn­sam­legra sé að þróa og styrkja nor­ræna lýð­ræð­is­kerfið okkar eða breyta um ­kerfi. Að vilja breyta stjórn­skipu­lag­inu með beinu lýð­ræði þýðir að Íslend­ing­ar fara aðra leið en nágranna­rík­in. Þannig verður það hlut­skipti þjóð­ar­innar að ­þróa nýtt lýð­ræð­is­form. Þetta minnir á að sama þjóð sagð­ist geta leitt aðrar í þró­un fjár­mála­þjón­ustu fyrir nokkrum árum. Nema hvað nú er ekki verið að leika sér­ ­með pen­inga, heldur með sjálft stjórn­kerf­ið.