Þessi grein birtist í Morgunblaðinu og hefur orðið lífseig. Enda ekki óhugsandi að tveggja stjórnsýslustiga kerfið hafi reynst illa – en miklar mótsagnir eru í málinu. Annars vegar vill landsbyggðin sjálfsstjórn fámennra byggða og hafnar uppbyggingu miðlægra stjórnsýslukaupstaða – og hins vegar stuðla lítil sveitarfélög að sterku ríkisvaldi sem fer með flest sameiginleg verkefni – ríkið hlýtur þá að vera stjórnsýslumiðstöðin og hún staðsett í Reykjavík. Svo tæmist landsbyggðin hægt og rólega og allir verða steinhissa.