COVID-19: Markmið og leiðir (14.04.2020)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Margir hafa sagt: Gott er að sér­fræð­ingar og emb­ætt­is­menn ráði ferð­inni í dag, stjórn­mála­menn myndu fara að huga að efna­hags­legum sjón­ar­miðum á kostnað manns­lífa. Þetta sjón­ar­mið er alrangt og veldur miklum skaða. Í fyrsta lagi vegna þess að ekki glat­ast fleiri manns­líf við hrað­ari yfir­ferð sjúk­dóms­ins en hæga, þau glat­ast bara yfir styttri tíma – að því til­skyldu sem alls staðar er miðað við að gjör­gæslu­þjón­usta hafi und­an. Í öðru lagi er þá ekki tekið til­lit til félags­legra áhrifa og efna­hags­legra – en fórn­ar­lamb þeirra áhrifa er ekki hvað síst almenn­ing­ur. Því lengur sem far­ald­ur­inn gengur yfir því meiri áhrif hefur hann og kreppan verður dýpri. Íslenskir auð­menn hafa lært að hagn­ast bæði á kreppum og góð­æri og eftir mun standa fákeppni í ferða­iðn­aði þegar ein­yrkjar og sprota­fyr­ir­tæki hafa orðið að selja á bruna­út­sölu – því dýpri kreppa því meiri sam­þjöppun eign­ar­halds. Það er því full ástæða til að taka til­lit til „nei­kvæðra“ áhrifa tak­mark­ana eins og þau eru kölluð í alþjóð­legri umræðu. Í þriðja lagi eru sér­fræð­ingar alls ekki ábyrgir gagn­vart þjóð­inni og hafa ekki lýð­ræð­is­legt umboð til að velja henni örlög.

Mark­mið og leiðir með við­brögðum við COVID-19 far­aldr­inum hafa að sumu leyti verið ólík milli landa. Hér verður farið yfir nokkur sjón­ar­mið og rætt um íslensku leið­ina sér­stak­lega.

Mik­il­væg­ast er að setja mark­mið varð­andi þrennt: a) Hver á staðan að verða við lok far­ald­urs­ins, b) hver á yfir­ferð­ar­hraði far­ald­urs­ins að vera og c) forðun eða nálgun almenn­ings við sjúk­dóm­inn. Svörin við þessum spurn­ingum ráða því hvað kreppan verður djúp og hvað áhrif hennar verða mikil – og enda þótt svörin við þessum spurn­ingum séu að skýr­ast hjá þrí­eyk­inu, hafa svör þess við a) og b) lið verið í véfrétt­ar­stíl fram til síð­ustu viku, en meg­in­á­hersla lögð á forðun sam­kvæmt c) lið. 

Í öðru lagi er mik­il­vægt að skilja hvaða aðilar eiga að taka ákvarð­anir um við­brögð og á hvaða for­send­um. Þar takast á almenn sjón­ar­mið sem stjórn­mála­menn miða við í ákvörð­unum sínum – en stjórn­mála­menn leiða ákvarð­ana­töku í öllum ríkjum nema hér – og sér­tæk sjón­ar­mið sem sér­fræð­ingar og emb­ætt­is­menn miða við. Þeir eru bara bundnir við að hugsa um far­ald­ur­inn sem far­sótt en huga ekki að „nei­kvæð­um“ áhrifum aðgerða – sem komið hafa til umræðu síð­ustu daga – og geta líka kostað mörg manns­líf og hjá öðrum hópum en far­ald­ur­inn.

Mark­mið og leiðir

Staðan við lok far­ald­urs­ins getur orðið (i) að hjarð­ó­næmi verði náð og far­ald­ur­inn verði því lið­inn hjá og komi ekki aftur um langt ára­bil. Með því móti geta þjóðir fljótt og vel um frjálst höfuð strok­ið, ferð­ast og tekið við ferða­mönnum án ótta – og jafn­vel faðm­ast og kys­st, ef það verður tekið upp aft­ur. Þetta virð­ist vera mark­mið sænsku leið­ar­inn­ar. Með aflétt­ingu tak­mark­ana gætu Nor­egur og Dan­mörk verið að stefna að þessu. Hins vegar er hægt (ii) að halda sjúk­dómnum niðri um lengri eða skemmri tíma – eða útrýma honum alveg, sem asísk ríki reyna. Þá þarf að búa við tak­mark­anir á frelsi til lengri tíma, t.d. ferða­bann og nálg­un­ar­bann. Mein­ingin með slíkri nálgun væri að bíða eftir bólu­efni og mynda hjarð­ó­næmi með því í fyll­ingu tím­ans. Þessi leið veldur langvar­andi sam­fé­lags­legu tjóni. Hún virð­ist hafa verið til­gangur Dan­merkur og Nor­egs í upp­hafi, en spurn­ing hvort það hefur breyst. Mennta­mála­ráð­herra Íslands hefur boðað þessa leið og þrí­eykið virð­ist vilja fara hana, en tveir aðrir ráð­herrar sagt að ákvarð­anir um ferða­bann liggi ekki fyr­ir.

Yfir­ferð­ar­hraði far­ald­urs­ins ræður því hvað félags­legi og efna­hags­legi skað­inn verður mik­ill og er nei­kvætt sam­band þarna á milli sem þýð­ir: Því meiri hraði því minna tjón og öfugt. Hér er einkum átt við félags­legan skaða, sem er t.d. ein­angrun við­kvæmra, sem er þeim mjög þung­bær, að við­kvæmir ung­lingar flosni upp úr íþróttum og skóla og „glötuð“ kyn­slóð verði nið­ur­staðan (með sjálfs­vígum og eit­ur­lyfja­neyslu) og að heim­il­is­of­beldi og heim­il­is­drykkja verð við­var­andi auk hjóna­skiln­aða með öllu því tjóni sem þetta tvennt veldur börnum og full­orðnum – en marg­hátt­aður annar félags­legur kostn­aður getur komið til og mun sýna sig.

Efna­hags­legi kostn­að­ur­inn er afar hár fyrir ferða­manna­þjón­ustu, þjón­ustu ein­yrkja og frum­kvöðla, m.a. lista­manna og tak­mark­anir hálf­-lama starf­semi allra stærri fyr­ir­tækja sem hafa starfs­manna­fjölda umfram tak­mörk í sam­komu­banni. Þá greiðir öll verslun og þjón­usta sinn toll vegna tak­markan­anna. Almennt græðir best setta auð­valdið á krepp­um, því dýpri því meiri gróði, en þá fá fjár­sterkir aðilar rekstur ein­yrkja og frum­kvöðla í fangið við lág­marks­til­kostn­aði. Þannig má búast við að fákeppn­is­að­staða mynd­ist í ferða­geir­anum eftir far­ald­ur­inn. Þeir sem hafa tekjur eða eiga eignir í erlendum gjald­eyri geta nú flutt þær heim á lágu gengi krón­unnar og keypt íslenskt atvinnu­líf á bruna­út­sölu. Almenn­ingur mun ekki síður búa við langvar­andi atvinnu­leysi og hætt er við að margir missi heim­ili sín, sem þýðir að hús­næð­is­fé­lög eign­ast íbúð­irnar og falli í fátækt­ar­gildru.

Yfir­ferða­hraði far­ald­urs­ins ræðst m.a. af afkasta­getu gjör­gæslu og önd­un­ar­véla­þjón­ustu. Í Sví­þjóð er afkasta­geta heil­brigð­is­kerf­is­ins mjög mikil og er t.d. nýtt og enn ónotað sjúkra­hús til reiðu í Stokk­hólmi ef á þarf að halda, en til þess hefur ekki kom­ið. Á Kar­ólínska sjúkra­hús­inu eru nú 120 í önd­un­ar­vélum sem gæti gróf­lega jafn­gilt 20 manns á Land­spít­al­anum miðað við mann­fjölda. Á Land­spít­al­anum var 41 önd­un­ar­vél til áður en 17 önd­un­ar­véla gjöfin barst og eru þær nú 58. Mest hafa rúm­lega 10 manns verið í önd­un­ar­vélum í einu, þannig að tak­mark­an­irnar hér á landi hafa gengið nokkuð langt miðað við það sem hefði þurft.

Sá sem þetta skrifar hefur lagt til að einka­reknar lækna­stofur og -sjúkra­hús verði þjóð­nýtt í far­aldr­in­um, hjúkr­un­ar­fólk sem vinnur við ann­að, ekki síst atvinnu­lausir flug­þjón­ar, verði kall­aðir til starfa og að starfs­fólk gjör­gæslu Land­spít­al­ans verði verk­stjórar í stór­auk­inni afkasta­getu gjör­gæslu með þessu móti. Með þeim aðgerðum má auka yfir­ferð­ar­hraða far­ald­urs­ins. Þá er ljóst að fyrir liggur hús­næði s.s. Orku­hús­ið, sem taka má undir gjör­gæslu­þjón­ustu ef þarf. Í stað þess að grípa til slíks úrræðis hafa mjög harðar tak­mark­anir verið settar fram til 4. maí og þá taka við tak­mark­anir sem eftir er að kynna. Ljóst er að þrí­eykið hefur ekki íhugað að stór­auka afkasta­getu heil­brigð­is­kerf­is­ins með því móti sem hér er nefnt – enda þarf til þess laga­setn­ing­ar­vald og það væru stjórn­málin sem gætu brugð­ist þannig við en ekki til­tölu­lega lágt settir emb­ætt­is­menn í stjórn­kerf­inu. Alltaf er hætt við að sjón­ar­hóll þeirra sé þröng­ur.

Forðun almenn­ings gagn­vart sjúk­dómnum hefur verið meg­in­mark­mið tak­markan­anna og er þar í aðal­at­riðum eitt látið yfir alla ganga. Það orkar allt tví­mæl­is, því börn fá sjúk­dóm­inn vægt eða ekki og afar fátítt er að fólk undir fimm­tugu deyi úr hon­um. Yngra fólk eru þeir hópar sem þurfa að mynda hjarð­ó­næmið ef sjúk­dóm­ur­inn verður lát­inn ganga til enda – en ef beðið verður eftir bólu­setn­ingu munu við­kvæmir hópar njóta for­gangs að bólu­setn­ingu og munu þeir þá verða uppi­staðan í hjarð­ó­næm­inu. Ein­angrun við­kvæmra hópa er grund­vall­ar­at­riði í forðun áður en bólu­efni finnst.

Um nálgun við veiruna má segja: Íslend­ingar eru eyja­skeggjar og Ísland er ferða­manna­land, sem hvort tveggja segir að ferða­lög og erlend sam­skipti eru grund­vall­ar­at­riði fyrir þjóð­ina. Því má reikna með að fólk á ferð og flugi, starfs­fólk flug­fé­laga og í ferða­þjón­ustu svo dæmi séu tek­in, vilji kom­ast í kynni við veiruna til að geta um frjálst höfuð strok­ið. Aðstaða þess­ara hópa þýðir að hindr­anir á ferða­lögum og gagn­vart komu ferða­manna – er þeim afar frá­hrind­andi og dýr kost­ur. Ferða­bann gæti raunar reynst allri þjóð­inni mjög kostn­að­ar­samt og er það dæmi enn óreikn­að.

Vax­andi áhugi er á Norð­ur­löndum fyrir sænsku leið­inni, sem þýðir mikið hrað­ari yfir­ferð far­ald­urs­ins en hér, minni tak­mark­anir og mikið minna sam­fé­lags­legt tjón. En hvaða leið er rétt­ust á eftir að koma í ljós –ƒ sá hlær best sem síð­ast hlær í því efni.

Hverjum klukkan glymur

Íslenskur félags­fræð­ingur búsettur í Berlín sagði við mig í síð­ustu viku að óhugs­andi væri að einn lög­reglu­þjónn og tveir læknar stjórn­uðu evr­ópsku ríki vikum saman – nema á Íslandi. Í öðrum ríkjum taka stjórn­mála­menn á mál­unum (nema á stuttum neyð­ar­stund­um) og jafn­vel er óhugs­andi að veiru­fræð­ingur segi þjóð­inni fyrir verkum í þýsku sjón­varpi.

Það er stjórn­mála­manna að móta stefnu varð­andi mark­mið og leiðir í sam­fé­lag­inu og taka ákvarð­anir á grund­velli opinnar upp­lýstrar umræðu og kynna þær fyrir almenn­ingi og standa ábyrgir gagn­vart hon­um. Þetta er grund­vall­ar­at­riði í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Mjög miklar líkur eru á því að stjórn­mála­menn skoði vel ólík sjón­ar­mið við töku ákvarð­ana og „nei­kvæð“ áhrif; t.d. félags­leg og efna­hags­leg sjón­ar­mið verði vegin gagn­vart sótt­varn­ar­leg­um. Það geta emb­ætt­is­menn og sér­fræð­ingur ekki og hafa ekki skyldur til að gera.

Margir hafa sagt: Gott er að sótt­varn­ar­sér­fræð­ingar ráði ferð­inni, stjórn­mála­menn myndu fara að huga að efna­hags­legum sjón­ar­miðum á kostnað manns­lífa. Þetta sjón­ar­mið er alrangt og veldur miklum skaða. Í fyrsta lagi vegna þess að ekki glat­ast fleiri manns­líf við hrað­ari yfir­ferð sjúk­dóms­ins en hæga, þau glat­ast bara yfir styttri tíma – að því til­skyldu, sem allar sið­mennt­aðar þjóðir miða við og hér er að sjálf­sögðu miðað við – að gjör­gæslu­þjón­usta hafi und­an. Í öðru lagi er þá ekki tekið til­lit til félags­legra sjón­ar­miða og efna­hags­legra eins og áður er nefnt, en í þeim báti situr ekki hvað síst almenn­ingur – og þján­ing­ar, dauði og fátækt mun ekki hvað síst ná til hans. Munum að fjórð­ungur and­láta á Íslandi vegna far­ald­urs­ins er vegna heim­il­is­of­beldis þegar þetta er skrifað – samt eiga flest­öll félags­leg og efna­hags­leg áhrif eftir að koma fram. Þá er ekki farið að tala um efna­hagslegu áhrifin á atvinnu­lífið þar sem fjár­sterkir aðilar munu „hreinsa“ til og kaupa upp eignir smærri aðila svipað og eftir síð­ustu kreppu. Það er því full ástæða til að taka til­lit til „nei­kvæðra“ áhrifa tak­mark­ana.

Stjórn­skip­un­ar­lega er ómögu­leiki að emb­ætt­is­menn og sér­fræð­ingar stjórni land­inu um lengri tíma, til þess hafa þeir ekki lýð­ræð­is­legt umboð – laga­lega er það líka óhugs­andi, lög um almanna­varnir og sótt­varna­lög veita ekki slíkt valda­fram­sal til fram­kvæmd­ar­valds­ins og fræði­leg sjón­ar­mið sem rétt­læta lýð­ræði og þing­ræði styðja að ákvarð­anir séu teknar af stjórn­mála­mönnum en ekki emb­ætt­is­mönnum og sér­fræð­ing­um. Um þetta efni liggja fyrir óhrekj­andi reynslurök. Hér er um að ræða eina meg­in­á­stæðu vin­sælda lýð­ræð­is­ins – og enda þótt emb­ætt­is­menn og sér­fræð­ingar fari nú með him­in­skautum í áhrifum sínum á grund­velli þekk­ing­ar­þjóð­fé­lags­ins er mik­il­vægt að lærð­ir, t.d. starfs­mann háskóla, og leikir átti sig á því að bestu ákvarð­an­irnar eru teknar ef sér­fræð­ingar eru ráð­gjafar en að stjórn­mála­menn taka þær. Þetta varðar sér­tæka nálgun að úrlausn­ar­efnum eða almenna, en sú síðarnefnda ræður betur við að mæta almanna­hags­mun­um.

Þá er ósagt að opin­ber upp­lýst umræða er grund­völlur góðrar sam­fé­lags­legrar stefnu­mörk­unar og ákvarð­ana­töku. Hér á landi hefur hana vantað – en meg­in­á­hersla verið lögð á þöggun og upp­hafn­ingu þrí­eyk­is­ins og þess að stjórn­mála­menn komi hvergi að mál­um. Þetta ein­kenni sýnir vel að ekki er fyrir hendi skiln­ingur á því hvernig best er að stjórna sam­fé­lag­inu – og er alger­lega í and­stöðu við sænsku leið­ina, þar sem fyrr­ver­andi ráð­herrar og stjórn­mála­menn, sér­fræð­ingar á ólíkum fræða­sviðum og allur almenn­ingur tekur þátt í umræðu um mark­mið og leið­ir. Svo langt hefur þetta gengið að tveir fyrr­ver­andi þing­menn, Ólína Þor­varð­ar­dóttir og Frosti Sig­ur­jóns­son, hafa ekki fengið aðgang að helstu fjöl­miðlum – og lætur RÚV ekki sitt eftir liggja í þöggun – og ég sem einnig hef tjáð mig hef setið undir heift­ar­legum per­sónu­legum árásum á net­inu, jafn­vel frá þjóð­frægum ágæt­is­mönn­um. Þessu verður að breyta, umræða er gjöf sem ber að þakka fyrir og gagn­rýni er gjöf – og þeir sem kynna ólík sjón­ar­mið mega ekki líta á hvorn annan sem óvin, heldur að þakka hverjir öðrum fyrir að víkka sjón­deild­ar­hring­inn.

Hér skal það nefnt að erfitt getur verið fyrir stjórn­mála­menn, ef þeir hafa veika stöðu í sam­fé­lag­inu, að krefj­ast rétt­mætrar aðkomu að ákvörð­un­um. Ef svo er á for­seti lýð­veld­is­ins að verja rétta stjórn­skip­an.

Hversu skæður er far­ald­ur­inn?

Það er erfitt að segja til hversu skæður far­ald­ur­inn er. Þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur muna vel eftir því þegar inflú­ensur gengu yfir án þess að nokkur bólu­setn­ing væri gerð. Þá ein­angr­aði elda fólk og við­kvæmt sig um tíma.

Alveg ný rann­sókn á vegum Aften­posten í Nor­egi, gerð af átta vís­inda­mönnum við háskóla í Nor­egi, sýnir að dag­leg dán­ar­tíðni vegna COVID-19 hefur á síð­ustu tveimur mán­uðum verið 1,9 í Nor­egi, 4,4 í Dan­mörku og 8,3 í Sví­þjóð – en dag­leg dán­ar­tíðni vegna fjög­urra síð­ustu inflú­ensu­far­aldra hefur verið 21 í Nor­egi, 23 í Dan­mörku og 53 í Sví­þjóð. Ólíkar tölur um dag­lega dán­ar­tíðni vegna COVID-19 skýr­ast lík­lega bæði af mis­mun­andi íbúa­fjölda og mis­mun­andi hörðum aðgerðum gegn far­aldr­in­um, meðan töl­urnar vegna infú­ensu­far­aldra eru í takt við íbúa­fjölda, sem er 5,3 millj. í Nor­egi, 5,8 millj. í Dan­mörku og 10 millj. í Sví­þjóð.