Hefur þekkingarsamfélagið betur gagnvart pólitískum hugmyndum? (25.01.2018)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Í opin­berri umræðu hefur komið fram að hlutur stjórn­mál­anna fari síminnk­andi og hlutur stjórn­sýsl­unnar vax­andi. Þessi sjón­ar­mið koma fram hjá alþing­is­mönnum og hjá öllum stjórn­mála­flokk­um. Nýlega fjall­aði leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins um þetta og hann vitn­aði í pistla Björns Bjarna­sonar og Styrmis Gunn­ars­son­ar. Þessir tveir menn og trú­lega leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins þekkja þetta auð­vitað vel.

Þetta eru mik­il­vægar vanga­veltur um breyt­ingar sem eru yfir­stand­andi og hafa mikil áhrif á lýð­ræð­is­þró­un­ina. Marka­línur stjórn­mál­anna eru mikið þrengri en áður var. Ég tel að jákvæðar breyt­ingar hafi orðið í þessu efni enn sem komið er og mik­il­vægt sé að sjá skóg­inn fyrir trján­um, en áður­nefndir aðilar velta oft­ast fyrir sér nei­kvæðum sjón­ar­mið­um.

Ég tek ekki undir það að emb­ætt­is­menn reyni vís­vit­andi að auka völd sín á kostnað stjórn­mála, málið er ekki svo ein­falt. Und­ir­liggj­andi áhrifs­þættir í þess­ari þróun eru aukin áhrif þekk­ing­ar­þjóð­fé­lags­ins á reglu­setn­ingu og ákvarð­anir og sífellt ákveðn­ari fram­kvæmd stjórn­sýslu­laga og upp­lýs­inga­laga.

Þekk­ing­ar­þjóð­fé­lag­ið:

Þekk­ing er í mörgum til­fellum vald. Eitt fyrsta dæmið um það gagn­vart stjórn­mál­unum er þegar fiski­fræð­ingar fóru að hafa mikil áhrif á ákvarð­anir um heild­ar­veiði úr fiski­stofnum og í seinni tíð nán­ast end­an­legt vald, í stað ráð­herra. Ég man eftir bar­áttu Jak­obs Jak­obs­sonar fiski­fræð­ings 1963-1967 fyrir því að tekið yrði mark á við­vörum hans um stærð síld­ar­stofns­ins (sjá skjöl í Þjóð­skjala­safn­i), sem var auð­vitað ekki og því fór sem fór.

Mat­væla­stofnun er að berj­ast fyrir auknum heim­ildum og völdum sem er mik­il­vægt og ætti smám saman að auka mat­væla­ör­yggi hér á landi, en áður höfðu stjórn­mála­menn öll völd varð­andi mat­væla­fram­leiðslu. Þegar ég var ungur höfðu lok­anir Rann­sókn­ar­stofn­unar sjáv­ar­út­vegs­ins, svo dæmi sé tek­ið, engin áhrif, ráð­herr­ann opn­aði strax dag­inn eftir lokun fag­mann­anna fyrir starf­semi fyr­ir­tækja sem brutu lög eða sinntu ekki fag­legum ábend­ing­um. Gott dæmi er Sigló­síld, en vatns­ból Sigl­firð­inga var lengst af meng­að, samt var þar mat­væla­fram­leiðsla í skjóli hvers ráð­herr­ans á fætur öðr­um.

Svo sendi sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið og utan­rík­is­ráðu­neytið nefndir til kaup­and­anna, til dæmis til Sov­ét­ríkj­anna, til þess að end­ur­semja um verð á mat­væla­fram­leiðsl­unni; stundum var fullur helm­ingur útfluttrar síldar eða gaff­al­bita úld­inn (sjá gögn ráðu­neyt­anna í Þjóð­skjala­safni) og var þá veittur helm­ings afslátt­ur. Allir vissu af þess­ari sóun og svo langt gekk und­an­láts­semi stjórn­mál­anna við atvinnu­lífið að búsmali féll í Húna­vatns­sýslu og á Aust­fjörðum og kýr í Nor­egi vegna eitr­aðs síld­ar­mjöls frá Seyð­is­firði (sjá tima­rit.is). Þá hall­aði svo sann­ar­lega á sér­fræð­ing­ana.

Þekk­ingin gerir sig gild­andi:

Þekk­ing berst fyrst og fremst til stjórn­valda í gegnum fram­kvæmd­ar­valdið með ráðn­ingum sífellt betur mennt­aðs fólks í ráðu­neyti og stofn­an­ir. Að sama skapi þró­ast starf­semi fram­kvæmd­ar­valds­ins í átt að auk­inni fag­mennsku; með til­komu þessa starfs­fólks, eftir því sem ný og ný sjón­ar­mið ber­ast því, einkum frá háskól­unum og einnig frá allri stað­reyndri þekk­ingu sem gerð er opin­ber í heim­in­um, hún berst nú um allt.

Stað­reynd þekk­ing er orðin svo fyr­ir­ferð­ar­mikil að senni­lega má stjórna heilum ríkjum á grund­velli hennar og stjórna þeim vel. Ekki er að undra að stjórn­mála­kenn­ingar verði að láta undan síga, hvort sem við erum að tala um nýfrjáls­hyggju eða sós­í­al­isma. Ný þekk­ing hefur jafnan „rétta“ svar­ið. Nýlegt dæmi er þegar stað­reynd þekk­ing á áhrifum auk­ins aðgengis að áfengi hindr­aði áform um að selja áfengi í mat­vöru­versl­un­um, en þau byggð­ust á póli­tískum hug­myndum um ein­stak­lings­frelsi. Ákafir hug­sjóna­menn í stjórn­málum hafa eðli­lega áhyggjur af valda­mögu­leikum sínum í fram­tíð­inni. Þekk­ing og nið­ur­stöður rann­sókna gætu verið hin nýju stjórn­mál og fræði­menn­irnir þá hinir nýju stjórn­mála­menn, svo not­aðar séu ýkj­ur. Erfitt er fyrir mig að sjá í fljótu bragði að sú þróun sé endi­lega óæski­leg.

Það er reyndar þannig að stað­reynd þekk­ing fer sér­stak­lega illa með nýfrjáls­hyggj­una. Alþjóð­legar mæl­ingar sýna að blönduð hag­kerfi bera með sér meiri hag­sæld og meiri ánægju í sam­fé­lög­unum en ef þau byggja meira á hreinum mark­aðs­lausn­um. Sömu­leiðis sýnir stað­reynd þekk­ing að laga­setn­ing mætir best sjón­ar­miðum allra í sam­fé­lögum ef samið er við stjórn­ar­and­stöðu; svo virð­ist að ef til­lit sé tekið til sem flestra sjón­ar­miða verði sam­fé­lagið best. Það setur hug­myndir um „sterkan meiri­hluta“ í stjórn­málum í annað sætið sem far­sælt fyr­ir­komu­lag. Svona má lengi telja.

Áhrif stjórn­sýslu­laga:

Fyrsta hús­næð­is­lán­inu mínu var úthlutað af póli­tískri nefnd og þurftum við hjónin að leita til þing­manns áður en við fengum afgreiðslu. Fyr­ir­komu­lag hús­næð­is­mála var ekki eins­dæmi; víða í stjórn­sýsl­unni bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum afgreiddu stjórn­mála­menn beiðnir almenn­ings um fyr­ir­greiðslu eða þjón­ustu. Þetta kann að hafa haft mikil áhrif á flokks­holl­ustu og í raun­inni neytt almenn­ing til þess að ganga í ákveðna dilka í póli­tík, sjá bók Njarðar P. Njarð­vík, Niðja­mála­ráðu­neytið frá 1967, hún gefur ófagra mynd af stöðu almenn­ings í þessu kerfi.

Með setn­ingu stjórn­sýslu­lag­anna 1993 breytt­ist staða almenn­ings yfir nótt, enda þótt segja megi að áhrif lag­anna hafi komið hægt og síg­andi. Almenn­ingur gat nú treyst á mál­efna­lega stjórn­sýslu og jafn­ræði sín í milli. Það var að sönnu frelsandi fyrir þá sem áður höfðu sýnt flokks­holl­ustu af hag­kvæmni­á­stæðum og hefur almenn­ingur nýtt sér það frelsi í sívax­andi mæli. En stjórn­mála­menn misstu vissu­lega vald og það hefur smám saman komið í ljós. Segja má að vald stjórn­mála­flokk­anna til verð­launa­veit­inga til eigin flokks­manna og tyft­un­ar­vald gagn­vart þeim sem víkja af réttri leið hafi minnkað mjög veru­lega.

Þetta ægi­vald hafði reyndar látið undan síga; næstu kyn­slóðir á undan mér höfðu mátt þola að rót­tækum mennta­skóla­nem­endum var vísað úr skóla og fengu ekki inn­göngu í annan mennta­skóla (það þurfti leyfi mennta­mála­ráð­herr­ans til þess að skipta um skóla og það var ekki veitt hinum óró­legu) og þannig var mörgum rót­tæk­lingum og upp­reisn­ar­mömmum meinað um mennt­un. Þetta var að breyt­ast þegar ég kom í mennta­skóla 1969, í ráð­herra­tíð Gylfa Þ. Gísla­son­ar. Allir muna hvernig þetta ægi­vald réði stjórn­endur í mennta­kerfið og raunar rík­is­valdið allt, til dæmis hvernig Jónas frá Hriflu kom Pálma Hann­essyni að sem rektor MR þegar hann var mennta­mála­ráð­herra.

Nú er öldin önn­ur; menntun er fyrir alla, jafnt verð­uga og óverð­uga í augum ráð­andi stjórn­mála­afla og gilda stjórn­sýslu­lög um manna­ráðn­ingar og mál­efna­leg rök og rétt­mæt­is­regla liggja til grund­vallar manna­ráðn­ingum (sem þýðir aukið mik­il­vægi fag­legra sjón­ar­miða), þó vissu­lega þurfi að gera bet­ur, en brýn þörf er á að setja sér­lög um opin­berar manna­ráðn­ingar – enda reyna stjórn­mála­menn­irnir jafn­vel enn að koma sínu fólki að.

Áhrif upp­lýs­inga­laga:

Eng­inn vafi er á því að áhrif upp­lýs­inga­laga á vald stjórn­mála­manna eru mikil þótt þau séu meira óbein og liggi ekki á yfir­borð­inu. Þau minnka vissu­lega vald þeirra. Upp­lýs­ingar eru í sjálfu sér vald og auk­inn aðgangur að þeim dreifir valdi. Við lifum því á tímum vald­dreif­ing­ar, að minnsta kosti að þessu leyti. Ákvarð­anir ráð­herra, for­sendur þeirra og und­ir­bún­ingur getur orðið opin­ber og ef póli­tísk sjón­ar­mið ráða ákvörð­unum hans getur verið mikil fyr­ir­höfn að koma þeim í mál­efna­legan bún­ing sem stenst stjórn­sýslu­lög þannig að málið þoli að koma fyrir almenn­ings­sjónir og jafn­vel fara til dóm­stóla. Ljóst er að ráð­herrar láta oft og senni­lega oft­ast að vilja fag­legra und­ir­bún­ings­að­ila mála og reyna ekki að koma stjórn­mála­legum sjón­ar­miðum að ákvörð­un­um.

Loka­orð:

Eldri stjórn­mála­menn og þeir til­greindu heim­ild­ar­menn sen nefndir eru í upp­hafi hafa allir verið ger­endur í fram­þróun sam­fé­lags­ins á síð­ustu árum og þekkja verk sín kannski öðrum bet­ur. Þeim skulu hér með þökkuð störf sín. Fyrir stjórn­sýslu­lögin og upp­lýs­inga­lög­in, fyrir upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­sam­fé­lags­ins og fyrir að berj­ast fyrir og leiða til lykta fjölda þjóð­þrifa­mála sem hafa bætt sam­fé­lag­ið. Auk þeirra verka hefur upp­lýs­inga­tæknin styrkt hlut þekk­ing­ar­þjóð­fé­lags­ins og ákvörð­un­ar­töku sem byggir á stað­reyndum með allri sinni upp­lýs­inga­söfnun og gagna­grunn­um.

Hitt er svo annað að þessi fram­þróun sem hér er talin jákvæð í öllum aðal­at­riðum kann að eiga sér bak­hliðar og um þær er svo sann­ar­lega tíma­bært að ræða þótt það sé ekki gert hér.