Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs (14.11.2019)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Í fram­haldi af Namib­íu-­mál­inu er athygl­inni beint að nokkrum atriðum sem varða stjórn­mál og sjáv­ar­út­veg hér á landi og byggt á umfjöllun minni um þau mál í nýút­kominni bók eftir mig: Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um? Fram kemur í gögnum gagna­grunns Alþingis sterk teng­ing þings­ins við hefð­bundnu atvinnu­grein­arn­ar, bæði sjáv­ar­út­veg og land­bún­að.

Hæfi alþing­is­manna og ráð­herra

Í 78. gr. þing­skap­ar­laga segir að þing­maður megi ekki greiða atkvæði um fjár­veit­ingu til sjálfs sín. Þetta ákvæði er túlkað þröngt af Alþingi og þá bók­staf­lega.

En spill­ing í nútím­anum fer fram á meira dýpi en þetta. Fyrir hefur komið að alþing­is­menn sem eru eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, stjórn­ar­menn í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum eða aðrir sem bein útkoma árs­reikn­ings við­kom­andi rekstrar hefur áhrif á, taka þátt í atkvæða­greiðslum sem varða fyr­ir­tæki þeirra. Þó er hitt algeng­ara að um óbein tengsl sé að ræða, t.d. að þing­menn hafi starfað eða starfi í atvinnu­grein­inni eða fyrir hags­muna­sam­tök atvinnu­grein­ar­inn­ar, séu fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn, fyrr­ver­andi fram­kvæmd­ar­stjórar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og álíka. Í öllum þessum til­vikum verða menn gjarnan nefnd­ar­menn í sjáv­ar­út­vegs­nefndum og jafn­vel nefnd­ar­for­menn og stundum sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrar – og telj­ast þá sér­fróðir um mála­flokk­inn. Sama á við um land­búnað – og eru tengsl stjórn­mála og land­bún­aðar jafn­vel enn nán­ari, en um þau er ekki fjallað hér sér­stak­lega.

Beinir þetta athygl­inni að nokkrum sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrum, einkum Hall­dóri Ásgríms­syni, sem tal­inn er hafa átti hlut í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, en hann leiddi jafn­framt inn­leið­ingu kvóta­kerf­is­ins að ein­hverju leyti, hann virð­ist hafa haft beinna hags­muna að gæta og Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni fyrr­ver­andi skip­stjóra og stjórn­ar­for­manns Sam­herja (og einka­vini for­stjóra Sam­herja) og Ein­ari K. Guð­finns­syni sem kom úr útgerð­ar­fjöl­skyldu og starfar nú hjá hags­muna­sam­tökum fisk­eld­is­fyr­ir­tækja – og tryggir þeim nálægð við stjórn­málin og ákveð­inn stjórn­mála­flokk. Þessir tveir síð­ast­nefndu höfðu senni­lega ein­vörð­ungu óbein hags­muna­tengsl við fyr­ir­tæki í atvinnu­veg­in­um.

Í nútím­anum eiga svona aðstæður ekki að koma upp á. Þessir nefndu þing­menn og ráð­herrar höfðu varla eða ekki hæfi til að vinna að laga­setn­ingu sem varðar sjáv­ar­út­veg og hefðu átt að víkja við afgreiðslu þeirra. Það varðar umboðs­vanda, the principal agent problem, sem ber með sér freistni­vanda, moral haz­ard. Í slíkri aðstöðu standa stjórn­mála­menn frammi fyrir ósam­rým­an­legum sjón­ar­mið­um: ann­ars vegar almanna­hag og hins vegar eigin hags­mun­um, t.d. end­ur­kjöri, hags­munum atvinnu­grein­ar­innar og/eða kjör­dæm­is­ins.

Slík mál njóta nú um stundir mik­illar athygli og for­gangs í umfjöllun um hæf­is­mál hjá opin­beru valdi um allan hinn vest­ræna heim og meðal ann­ars hjá íslensku fram­kvæmd­ar­valdi og dóms­valdi. Þyrfti Alþingi að taka mið af því í störfum sín­um. Stjórn­sýslu­lög ganga svo langt að segja að innan fram­kvæmd­ar­valds­ins getur maður ekki fjallað um mál ef fyrir hendi eru „þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­lægni hans í efa“. Segir í bók­inni sem hér er vitnað í: „Þetta ákvæði vísar út fyrir beina og óbeina hags­muni þess sem í hlut á og þýðir í raun að ef tor­tryggni ríkir í hans garð til að fjalla um við­kom­andi mál­efni eigi hann að víkja.“ Al­þingi hefur í áraraðir setið undir ámæli frá GRECO, sam­taka á vegum Evr­ópu­ráðs­ins sem vinna gegn spill­ingu, vegna lausa­taka á hæf­is­málum og þótt Alþingi hafi orðið við því að taka upp hæf­is­skrán­ingu þá inn­leiddi það ekki þau skil­yrði GRECO að þingið ætti að til­kynna opin­ber­lega um hags­muna­á­rekstur þing­manna í þing­máli – sem út af fyrir sig væri mjög fróð­legt að sjá fram­kvæmd­ina á – og að beita við­ur­lögum ef hags­muna­skrán­ingu væri ekki sinnt.

Miðið var nákvæmt

Það vakti athygli í Kveiks-þætt­inum um Namib­íu-­málið hvað Sam­herj­a-­menn mið­uðu frá byrjun ákveðið á sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namibíu og þekktu leið­irnar að kvóta­út­hlut­un­inni. Þeir áttu samt langa leið fyrir hönd­um. Það þurfti (i) að breyta namibískum lögum til þess að þeir gætu fengið kvóta yfir­leitt, (ii) það þurfti síðan ákveðin blekk­inga­leik með stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki vegna fram­sals veiði­heim­ilda og (iii) allan tím­ann þurfti að múta ein­stak­lingum í áhrifa­stöðum til þess að fram­sal til Sam­herja gengi upp.

Með­vit­und Sam­herj­a-­manna um hvað til þurfti dettur ekki af himnum ofan og beinir athygl­inni að því að hér á landi er afla­kvóta úthlutað (i) að því er virð­ist ótíma­bund­ið, (ii) veð­setn­ing hans er heimil sem skapar útgerð­inni stór­fellt svig­rúm til athafna hér á landi og erlend­is, (iii) veiði­gjöld eru afar lág og fara lækk­andi og jafn­vel hefur komið fram að þau séu lægri en verð á kvóta í Namib­íu, ef satt reyn­ist er það eitt og sér alvar­legt mál af því að íslenskur fiskur er hágæða­vara sem seldur er við hæsta verði á best greið­andi mörk­uðum heims­ins, (iv) smá­báta­út­gerð og stað­bund­inni útgerð hefur nán­ast verið útrýmt, (v) ekki er opin­bert eft­ir­lit með að ein­staka útgerðir og tengdir aðilar hafi aðgang að hærra hlut­falli veiði­heim­ilda en lög kveða á um, eins og nú er að koma fram, (vi) stór­út­gerð­irnar veiða að mestu byggða­kvót­ann, sem er um 5,3% heild­ar­kvót­ans, (vii) verð­lag á fiski á fisk­mörkuðum virð­ist vera mikið lægra en í Nor­egi og Fær­eyjum sem beinir athygli að órann­sök­uðu mál­efni sem er: að stór­út­gerðin sjái til þess að sjó­mann fái til skipta aðeins lít­inn hluta af því sem þeim ber og að hún sé með þessu að hag­ræða því hvar hagn­aður komi fram í fram­leiðslu­rásinni – og síð­ast en ekki síst (vi­ii) hefur stór­út­gerðin nú alla þræði máls­ins í eigin hendi því útgerð, vinnsla og sala er oft­ast á sömu hendi.

Öll þessi atriði, allt kerfið í heild sinni og fram­kvæmd þess, auk þess að Sam­herj­a-­menn vissu nákvæm­lega hvernig bera ætti sig að í Namib­íu, beinir athygl­inni að því hvort sömu ferlar séu að ein­hverju leyti virkir hér á landi og þar, þ.e. athyglin bein­ist að laga­setn­ing­unni, eft­ir­lit­inu og hinni raun­veru­legu fram­kvæmd og starf­semi stór­fyr­ir­tækj­anna.

Hvaða áhrif hefur spill­ing á lög­mæti kerfa?

Sé kerfi komið á með spill­ingu og mútum hefur það ekki lög­mæti. Það er hin almenna og alþjóð­lega regla í þessu efni. Þannig virð­ist ljóst að allt kerfið í Namibíu sé fallið á grund­velli mútu­greiðsl­anna, sem ráð­herr­arnir hafa í raun geng­ist við með afsögn sinni. Þá er átt við laga­setn­ing­una, kvóta­út­hlut­an­ir, fram­sal og allt ann­að. Namibíska ríkið getur tekið alla úthlutun í sínar hendur og byrjað upp á nýtt. ­Meiri spurn­ing er hvort lög­mæti íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins sé ógn­að. Nú vantar okkur upp­ljóstr­ara, en upp­ljóstr­anir hér á landi hafa verið fáar. Við höfum ekki upp­ljóstr­ara, en vantar þá til þess að veita opin­berri fram­kvæmd og fram­kvæmd á mörk­uðum aðhald – á meðan banda­ríkja­for­seti getur ekki snúið sér við án þess að sam­starfs­menn hann komi upp um ein­hver svik og verði þjóð­hetjur fyrir vik­ið. Við höfum því fyrir aug­unum dæmin um aðhald gagn­sæis og upp­ljóstrana í bandarískum stjórn­mál­um. Þá eigum við Wiki­leaks mikið að þakka, því gögn þess hafa gjarnan flett ofan af virkni Íslend­inga.

Það liggur því ekki fyrir hvort íslenska kerf­inu hefur verið komið á með alvar­legri spill­ingu, mút­um, pen­inga­þvætti, blekk­ingum eða öðru álíka. Hins vegar liggur fyrir að ákveðnir alþing­is­menn og ráð­herrar hafa tæp­lega haft hæfi til athafna í mál­um, eins og að framan sagði – og er þá miðað við nútíma túlk­anir á hæfi og hæf­is­reglur ann­arra valda­hluta íslenska rík­is­ins en lög­gjaf­ar­valds­ins.

Það er því ekki ljóst hvort íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið er lög­mætt eða ekki, en Namib­íu-­málið setur það í ákveðið upp­nám.

Sam­teng­ing stjórn­mála og sjáv­ar­út­vegs

Í bók­inni Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um? eru tengsl stjórn­mála og sjáv­ar­út­vegs og land­bún­aðar sýnd. Alþing­is­menn sem eru ofur­seldir hags­munum þess­ara atvinnu­greina sitja gjarnan í atvinnu­vega­nefndum og aðrar atvinnu­greinar hafa ekki hlið­stæða aðstöðu. Þessi hags­muna­gæsla teng­ist lands­byggð­inni og þeirri aðstöðu sem lands­byggða­kjós­endur eru í – sem gerir það að verkum að þeir standa vörð um hags­muni atvinnu­veg­anna í kjör­dæm­unum og gera kröfu um að þing­menn þeirra stundi rentu­sókn fyrir kjör­dæm­ið. Slík rentu­sókn er ávallt á kostnað almanna­hags­muna. Hins vegar virð­ast þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fremur styðja almanna­hags­muni. Þetta er því alvar­legra sem vægi atkvæða lands­byggð­ar­kjós­enda er veru­lega meira en höf­uð­borg­ar­búa og lýð­fræði­leg, félags­leg og stjórn­mála­fræði­leg ein­kenni lands­byggð­ar­innar eru önnur en höf­uð­borg­ar­búa og alls ekki eins í takt við fram­þróun nútíma­hug­mynda.

Í ljós kemur að þing­menn lands­byggð­ar­innar sitja helst í sam­göngu­nefnd­um, atvinnu­vega­nefndum og fjár­veit­inga­nefndum Alþing­is, en síst í umhverf­is­nefnd­um. Skekkjan í þessu er auð­vitað sú að fram­tíðar hags­munir lands­byggð­ar­innar liggja í umhverf­is­vernd sem er þing­mönnum hennar greini­lega ekki hug­stæð – hafa þeir þó nán­ast allt landið og miðin að verja – en ekki í meng­andi atvinnu­rekstri, sem þeir berj­ast oft fyrir að koma upp og stundum með góðum árangri, t.d. á Bakka, í Helgu­vík, með álver­unum – svo við ræðum ekki um meng­andi fisk­eldi í hálf­lok­uðum fjörðum sem ógnar villta laxa­stofn­inum okk­ar.

Hvaða áhrif hefur Namib­íu-­mál­ið?

Eins og fyrr segir sýnir Namib­íu-­málið íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið og atbeina stjórn­mála­manna í þeim mála­flokki í nýju ljósi. Enda þótt ekki sé í bili hægt að full­yrða að kerfið sé ólög­mætt vekur það eðli­lega tor­tryggni. Oft er talað um bölvun auð­lind­anna, sem þýðir að rentu­sókn í kringum auð­lindir sé svo hörð að nútíma­lýð­ræði ráði ekki við hana – og þær þjóðir kom­ist betur af sem ekki hafi auð­lind­ir, enda sé atvinnu­líf þeirra heil­brigð­ara. Og hér á landi höfum við hæga en örugga upp­bygg­ingu atvinnu­vega, t.d. í tækni, í vís­indum og í háskól­um, auk þjón­ustu­greina, sem gæti brauð­fætt þjóð­ina í fram­tíð­inni. En ábati þjóð­ar­innar af auð­lindum til sjávar og sveita er meira í upp­námi vegna stór­gróða­sjón­ar­miða og getu­leysis stjórn­mála­manna til að tempra rentu­sókn.

Hins vegar má reikna með að í fram­haldi af Namib­íu-­mál­inu krefj­ist þjóðin breyt­inga á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og að auð­linda­á­kvæði sem kveði á um full gjald af afnotum sam­eig­in­legra auð­linda verði sett í lög og síðan í stjórn­ar­skrá – en slíkt ákvæði hefur mætt and­spyrnu ákveð­inna stjórn­mála­flokka; and­spyrnu sem nú gæti gengið til bak­a. Þá er staða sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra afar veik og afsögn hans gæti lægt öld­urnar í bili – og í öllu falli myndi hún sýna ákveðið frá­hvarf stjórn­mál­anna frá hags­muna­gæslu fyrir stór­út­gerð­ina. Fram­koma hans öll er ein­kenni­leg þar sem hugur hans og samúð er hjá ger­and­an­um, en ekki hjá namibísku þjóð­inni – eða jafn­vel hjá íslensku þjóð­inni sem óaf­vit­andi fóstrar svona starf­semi.

Hvað er eðli­legt að gera?

Alþjóð­leg reynsla sýnir að aftengja þarf stjórn­mál og úthlut­anir aðgangs að nátt­úru­legum auð­lindum í almanna­eigu eins og hægt er. Þá er átt við að stjórn­mála­menn hafi einkum með reglu­setn­ing­una að gera, en komi ekki að úthlut­un­inni sjálfri. Ef þeir gera það dynur rentu­sóknin á þeim og þeir verða skot­mark stór­fyr­ir­tækja, ekki síst við­kom­andi ráð­herra eins og dæmin sanna.

Sú leið sem gefið hefur besta raun er upp­boðs­mark­aðs­kerfi á aðgangskvótum þar sem pen­ing­arnir tala og er þá átt við að önnur sjón­ar­mið en upp­hæð til­boða séu ekki grund­völlur úthlut­un­ar. Þá er t.d. átt við stað­bundin sjón­ar­mið, sjón­ar­mið um ákveðið útgerð­ar­form eða veiði­skipa­gerðir eða ann­að. ­Sjálf­stæður upp­boðs­mark­aður þarf að úthluta til ákveð­ins, hæfi­legs tíma og þeir sem hreppa hnossið hverju sinni þurfa að greiða hinum sem tapa bæt­ur. Þannig ættu allir að ganga skað­lausir frá borði. Fram­sal heim­ilda er hins vegar tví­bent sverð; þær eru taldar auka hag­kvæmni og skil­virkni kerf­is­ins, en á hinn bóg­inn geta þær verið grund­völlur blekk­ing­ar­kerfa og spill­ing­ar.

Margar fleiri aðgerðir koma til greina hér á landi ef almenn­ingur vill njóta afrakstrar auð­lindar sinn­ar. Má nefna að allur fiskur fari á raun­veru­lega fisk­mark­aði, sem myndi skil milli veiða og vinnslu, sem séu ekki á sömu hendi. Þá er líka eðli­legt að sala sé í enn ann­arra hönd­um. Aðskiln­aður hlut­verka er nefni­lega ekki aðeins nauð­syn­legur í stjórn­sýslu, heldur einnig í atvinnu­lífi sem á að vera sam­fé­lags­lega skil­virkt. Við höfum séð að EES-­reglur hafa ger­breytt upp­bygg­ingu opin­berra kerfa og mörk­uðum þar sem aðskiln­aður hlut­verka hefur gert stjórn­sýsl­una og mark­aðs­starf­sem­ina heil­brigð­ari og eiga vænt­an­lega sömu sjón­ar­mið við í sjáv­ar­út­vegi. Það að sami/­sömu aðilar hafi allt ferlið á eigin hendi vinnur gegn gagn­sæi og eykur mögu­leik­ana á spill­ingu – enda hags­munir í ólíkum hlut­verkum oft mót­sagna­kennd­ir.

Fjallað er nánar um öll þessi mál í bók­inni sem hér er vitnað í og tekið úr og heim­ilda getið og frek­ari rök færð fyrir við­horfum höf­und­ar.