Hvaða sjónarmið liggja til grundvallar gagnrýni á ákvarðanatökuna um Vaðlaheiðargöng? (01.08.2017)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Tölu­vert hefur borið á gagn­rýni á gerð jarð­ganga undir Vaðla­heiði, einkum á félags­miðl­um. Er allur gangur á því hvað slík gagn­rýni er vel und­ir­byggð. And­stæð sjón­ar­mið heyr­ast líka. Full ástæða er til þess að taka saman á einum stað helstu stjórn­mála­leg og stjórn­sýslu­leg sjón­ar­mið máls­ins og skoða fræði­kenn­ingar sem geta átt við.

Ég vil taka fram að ég er ekki að ræða um fram­kvæmd­ina sem slíka eða um þörf­ina fyrir hana, en helstu tals­menn máls­ins vilja þó beina athygl­inni að því síð­ar­nefnda. Þá heyr­ast jafn­vel þau sjón­ar­mið að til­gang­ur­inn helgi með­al­ið. Fáir fræði­menn geta þó sam­þykkt að almennum við­mið­unum og reglum stjórn­mála og stjórn­sýslu sé vikið til hliðar við opin­bera ákvarð­ana­töku þrátt fyrir mik­il­vægi mála.

1. Stutt reifun máls­ins 

Alþingi sam­þykkti 14. júní 2012 lög nr. 48/2012 um heim­ild til fjár­mála­ráð­herra f.h. rík­is­sjóðs til að fjár­magna gerð jarð­ganga undir Vaðla­heiði. Þá höfðu til­raunir félags­ins Vaðla­heið­ar­ganga hf um að fjár­magna göngin á mark­aði mis­tek­ist. Lögin heim­il­uðu rík­is­sjóði að veita lán fyrir allt að 8,7 millj­örðum á verð­lagi árs­ins 2011 (10,2 á verð­lagi 2017) og var gert ráð fyrir end­ur­greiðslu þess að 7 árum liðn­um: að fram­kvæmda­tím­inn væri 4 ár og end­ur­fjár­mögnun á mark­aði yrði gerð eftir 3 rekstr­ar­ár. Áætluð óvissa var 7% og í grein­ar­gerð fyrir frum­varp­inu sagði að Vega­gerðin hefði rann­sakað for­sendur ganga­gerð­ar­innar og að einnig væri miðað við gerð ann­arra gangna sem gerð hafa verið hér á landi. Til­boð ÍAV og fleiri var 5% undir áætl­un.

Þótt fram­kvæmdin væri að nafn­inu til einka­fram­kvæmd var rík­is­sjóður þannig bak­hjarl hennar og Vega­gerðin 51% eig­andi í Vaðla­heið­ar­göngum hf. En formið (einka­fram­kvæmd) heim­il­aði að snið­gengin væru lög og reglur um opin­berar fram­kvæmd­ir. IFS ráð­gjöf fram­kvæmdi grein­ingu og mat á for­sendum gang­anna og Rík­is­á­byrgð­ar­sjóður og fjár­mála­ráðu­neytið gerðu umsagnir um það og gerði sjóð­ur­inn alvar­legar athuga­semdir um fjár­mögnun verks­ins.

Eins og þekkt er urðu erf­ið­leikar við fram­kvæmd ganga­gerð­ar­innar og var hún stöðvuð eftir umtals­verðan fram­úr­akstur í kostn­aði sem var kom­inn í amk. 40% í árs­byrjun 2017, það eru lið­lega 4 millj­arðar á núgild­andi verð­lagi – og var verk­inu hvergi lok­ið. Í upp­hafi árs 2017 gerði fjár­mála­ráð­herra grein fyrir því að verk­inu yrði haldið áfram og því lokið á þeim grund­velli að þá yrði tap rík­is­sjóðs minnst. Hann reikn­aði með að kostn­aður gæti numið allt að 20 millj­örðum á núgild­andi verð­lagi og að göngin gætu borgað sig á allt að 40 árum. Lán á mark­aði væri ekki hægt að fá til svo langs tíma og fjár­magn­aði rík­is­sjóður þannig fram­kvæmd­ina bæði til skamms og langs tíma.

Ljóst er því að for­sendur máls­ins fyrir Alþingi stóð­ust ekki og rík­is­sjóður varð að taka skell­inn að öllu leyti. Kostn­að­ar­á­ætl­anir og und­ir­bún­ings­rann­sóknir gáfu ekki rétta mynd, voru afvega­leið­andi.

2. Upp­bygg­ing inn­viða í einka­fram­kvæmd

Áður en lengra er haldið vil ég nefna að einka­fram­kvæmd sem byggir á gjald­töku við upp­bygg­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins jafn­gildir í sjálfu sér lán­töku rík­is­ins. Hún þarfn­ast því sér­stakrar rétt­læt­ingar og ekki má ofnota þá aðferð. Það að kostn­að­inum sé dreift á til­tek­inn hóp skatt­greið­enda eða á not­endur þjón­ust­unn­ar, jafn­gildir opin­berum álögum á þennan til­greinda hóp í fram­tíð­inni. Jafn­ræð­is­regla myndi almennt ekki styðja slíkt. Hug­myndin er að eng­inn kostn­aður falli beint á opin­bera sjóði og að upp­bygg­ingin líti ekki út eins og opin­ber lán­taka eða aukin skatt­heimta og komi ekki fram í töl­fræði sem slík. Það segir sig sjálft að hægri sinn­uðum rík­is­stjórnum er sér­stak­lega annt um það.

Einka­fram­kvæmd sem byggir á gjald­töku not­enda er einkum beitt í okkar heims­hluta í sam­göngu­málum og þá fyrir mann­virki og inn­viði sem flestir íbúa nota þannig að hún dreif­ist vel og er gjaldið oft­ast í formi vega­tolls.

Þegar við komum að Vaðla­heið­ar­göngum og þeirri rök­semd að íbúar í NA-­kjör­dæmi greiði kostn­að­inn við göngin að mestu og hann komi því öðrum ekki við, þá er það vafa­samt ef ekki ámæl­is­vert að miða inn­viða­upp­bygg­ingu á lands­byggð­inni við að íbúar hennar greiði fyrir hana að mestu leyti ein­ir. Slík auka­skatt­heimta af fámennum hópi íbúa á sér vænt­an­lega engin eða fá for­dæmi.

Að kostn­að­ur­inn við göngin komi ekki öðrum við er fjar­stæða: hann hefur mjög veru­leg ruðn­ings­á­hrif á mögu­leika rík­is­sjóðs til ann­arra verk­efna í almanna­þágu enda um gríð­ar­lega upp­hæð að ræða. Til sam­an­burðar má geta þess að fyr­ir­hugað er að fram­lag rík­is­sjóðs til Háskóla­sjúkra­húss, einkum rann­sókn­ar­húss og með­ferð­ar­kjarna sem er lyk­il­bygg­ing verk­efn­is­ins, verði 4,4 millj­arðar á árinu 2018 og sagði heil­brigð­is­ráð­herra stoltur frá þeim stór­felldu áformum í frétt 17. apríl 2017.

3. Fræði­kenn­ingar

Mála­til­bún­aður við und­ir­bún­ing Vaðla­heið­ar­ganga er skól­ar­bók­ar­dæmi um ákveðnar hættur í stjórn­málum og í með­ferð opin­bers fjár, helst kenndar við almanna­vals­skól­ann (e. public choice). Hug­mynda­fræði hans gengur í aðal­at­riðum út á að sýna fram á mót­sagnir og ágalla í opin­berum rekstri. Hún miðar við hag­fræði­legt sjón­ar­horn. Kjarn­inn í afstöðu stefn­unnar til opin­berrar stjórn­unar er efn­is­lega þessi: Ríkið er stofnun sem á að leit­ast við að ná Par­eto-­kjör­stöðu út úr þjóð­ar­auð­lindum í víð­asta skiln­ingi, með ann­ars rík­is­sjóði. Umtals­verð hætta er á að svo verði ekki og þessar hættur eru til­greindar í kenn­ingum stefn­unn­ar. Allar rík­is­stjórnir takast á við þessar hætt­ur. Það mál sem hér er til umræðu varðar með­ferð fjár­muna rík­is­sjóðs og kenn­ingar um vanda­mál tak­mark­aðra almanna­gæða (e. Common Pool Reso­urce, CPR).

Fræði­menn hafa gert grein fyrir því að með­ferð opin­berra fjár­mála hafi áhrif á styrk­leika þjóð­þinga og þá þannig að því mið­stýrð­ari sem með­ferð þeirra sé því minni völd hafi þing­ið. Að sama skapi verði lausn CPR-­vanda­máls­ins veik­ari eftir því sem vald þings­ins auk­ist. Það hefur þá bak­hlið að ef sú lausn er veru­lega veik aukast lík­urnar á hrossa­kaup­um.

3.1 Rentu­sókn

Rentu­sókn (e. rent seek­ing) er að koma sér í ábata­sama stöðu miðað við keppi­naut­ana og getur átt við stjórn­mál. Frá upp­hafi hefur rentu­sókn verið skil­greind sem ásókn fyr­ir­tækja eftir ein­ok­un­ar­að­stöðu í skjóli rík­is­valds­ins, sem ekki er óþekkt fyr­ir­bæri hér á landi. En rentu­sókn snýst einnig um að ríkið setji reglur sem mis­muna, beiti tolla­álögum á ákveðna vöru­flokka, taki verð­lags­á­kvarð­anir sem eru íviln­andi fyrir ein­hverja ákveðna aðila, veiti kvóta og mis­muni við gerð opin­berra samn­inga og í sumum þess­ara til­vika erum við að tala um beint aðgengi að rík­is­sjóði. Þótt ein­ok­un­ar­höft hafi orðið fátíð­ari og teng­ist nú einkum land­bún­aði er ekki ósenni­legt að rentu­sókn í póli­tísku ferli eigi við íslenskar aðstæð­ur.

Í þessu máli gæti rentu­sókn þýtt að stjórn­mála­menn noti rík­isfé til þess að afla sér vin­sælda meðal kjós­enda sinna, kannski í þeim til­gangi að tryggja sér end­ur­kjör á þing. Það vekur athygli að allir sitj­andi þing­menn NA-­kjör­dæmis nema einn (hann hafði fjar­vist­ar­leyfi og var ekki með vara­mann inni) greiddu atkvæði með mál­inu við loka­af­greiðslu þess. Að öðru leyti var hlut­fall þeirra sem sam­þykktu það innan við 30% úr öðrum kjör­dæmum nema RN, þar var það yfir 60%. Þá vekur athygli að lít­ill minni­hluti fram­sókn­ar­þing­manna studdi mál­ið, þrátt fyrir það að flokk­ur­inn styðji jafnan hags­muni lands­byggð­ar­inn­ar. Aðeins 21 stjórn­ar­þing­maður studdi málið sem bendir til þess að þvert-á-­flokka sam­komu­lag hafi verið gert. Sér­staka athygli vekur að tveir þing­menn Bjartrar fram­tíðar styðja það. Sjá lista í lok þess­arar grein­ar.

Algeng­ast er að tengja rentu­sókn í stjórn­málum við kjör­dæma­mál. Rentu­sókn getur þó átt sér stað í öðrum mála­flokk­um, en þá getur verið erf­ið­ara að greina hana. En vænt­an­lega má helst leita að slíku í þvert-á-­flokka mál­um, íviln­andi mál­um, sér­tækum málum og málum sem kalla mætti popúlistísk.

3.2 Hrossa­kaup í stjórn­málum

Þessu tengdar eru kenn­ingar um hrossa­kaup eða samn­inga milli þing­manna um mál. Þing­menn mis­mun­andi kjör­dæma geta myndað meiri­hluta á þingi og gert með sér sam­komu­lag um til­tekna fyr­ir­greiðslu í sínum kjör­dæm­um. Þá er átt við að full­trúar taki hags­muni atvinnu­starf­semi eða hags­muna­hópa á lands­svæði sem þeir eru full­trúar fyrir fram yfir sam­fé­lags­leg sjón­ar­mið og er þá þjóð­hags­leg hag­kvæmni snið­geng­in. 

Við skulum muna að samn­ingar um hrossa­kaup geta oft eða hafa oft­ast í för með sér meiri kostnað en sem nemur fyr­ir­greiðsl­unni sem var til­efni þeirra. Ef ráð­herr­arnir sem leiddu gerð Vaðla­heið­ar­ganga hafa neyðst út í hrossa­kaup til að tryggja lán­inu frá rík­inu meiri­hluta þá hafa þau einnig kostað íviln­andi aðgerðir til ann­arra verk­efna eða aðra fyr­ir­greiðslu.

3.3 Tak­mörkuð almanna­gæði

Kenn­ingar um tak­mörkuð almanna­gæði (e. public goods) eiga í þessu til­viki við um rík­is­sjóð. Stundum er talað um „tra­gety of the comm­ons“ sem getur verið það sama í þessu til­viki, það er að aðilar sem hafa auð­veldan aðgang að almanna­gæðum noti þau til eigin þarfa og spilli þeim auð­lindum þannig.

Varð­andi Vaðla­heið­ar­göng er átt við að sam­eig­in­legir sjóðir hafi verið opn­aðir með þeim afleið­ingum að ríkið leggur að lokum fram tæpa 20 millj­arða sem það fær fyr­ir­sjá­an­lega seint og illa til baka (á meira en einum manns­aldri) og jafn­vel ekki að fullu og þetta gæti orðið hár skattur á heima­mönnum og ferða­fólki – og fram­lagið tak­markar mögu­leika ann­arra verk­efna eins og þegar er nefnt.

3.4 Ófyr­ir­séð áhrif

Kenn­ingar um ófyr­ir­séð áhrif laga­setn­ingar og ekki fyr­ir­huguð áhrif (e. the law of unin­tended con­sequences) segja að ákvarð­anir geti gengið gegn til­gangi sínum og komið í bakið á þeim sem áttu að hagn­ast á þeim.

Aug­ljóst að sá gríð­ar­legi kostn­að­ar­auki sem ófyr­ir­séðir erf­ið­leikar við ganga­gerð­ina ollu eru af þessu tagi.

Hér gæti þetta einnig átt við að göngin spilli ímynd lands­byggð­ar­innar og munu þau vænt­an­lega draga úr áhuga meiri­hluta kjós­enda á að styrkja inn­viði úti á landi. Þá mun fram­kvæmdin hugs­an­lega styðja sjón­ar­mið þeirra sem vilja gera landið að einu kjör­dæmi, en þá gæti fyr­ir­svar lands­byggð­ar­innar veikst.

3.4.1 Völd Alþingis yfir rík­is­fjár­málum

Önnur ófyr­ir­séð áhrif varða völd Alþingis til þess að ráð­stafa opin­berum fjár­mun­um. Með lögum um opin­ber fjár­mál nr. 123/2015 voru gerðar umtals­verðar breyt­ingar á fjár­mála­stjórn rík­is­ins. Í þeim er kveðið á um veru­lega aukna mið­stýr­ingu opin­berra fjár­mála, vand­aðri og lengi und­ir­bún­ing og mikið fag­legri vinnu­brögð en áður hafa tíðkast. Með lög­unum er Alþingi ætlað að taka stóru stefnu­mark­andi ákvarð­an­irnar en ekki ráð­stafa fé til ein­stakra mála­flokka.

Þessi breyt­ing dregur úr mögu­leikum alþing­is­manna til rentu­sóknar og hrossa­kaupa og er á kostnað valda þings­ins sam­kvæmt kenn­ingum fræði­manna. Ekki er óhugs­andi að vinnu­brögðin við Vaðla­heið­ar­göng eigi sinn þátt í því að þing­menn settu sjálfum sér og valdi sínu þessar nýju skorð­ur.

4. Útúr­dúr um hlut­verk Alþingis

Hlut­verk lög­gjaf­ar­þinga er í aðal­at­riðum að setja sam­fé­lag­inu almennar reglur í formi laga. Þau geta verið íþyngj­andi (t.d. skatta­mál) eða ekki. Þau geta líka verið sér­tæk, en þá varða þau ein­staka fyr­ir­tæki, stofn­anir eða ein­stak­linga. Það hringir alltaf við­vör­un­ar­bjöllum þegar mál eru bæði sér­tæk og íþyngj­andi. Lán og rík­is­á­byrgðir til ein­stakra félaga eru að sjálf­sögðu af því tagi.

Á þing­inu 2011-2012 voru sam­þykkt 95 lög frá Alþingi sem flokk­ast eins og sýnt er í eft­ir­far­andi töflu. Vaðla­heið­ar­göng var eitt af þremur sér­tækum og íþyngj­andi lög­um, hin voru greiðsla bóta til þolenda afbrota og greiðsla kostn­aðar við opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi, bæði af annarri stærð­argráðu.

5. Loka­orð

Mála­til­bún­aður um Vaðla­heið­ar­göng var þannig að Alþingi hefði ekki átt að koma að verk­inu. Því var sjálf­hætt þegar fjár­mögnun þess fékkst ekki á mark­aði.

Um svo háar upp­hæðir er að ræða að aðrar ákvarð­anir opin­berra aðila sem tengdar hafa verið mögu­legri rentu­sókn, svo sem sala hlutar Lands­bank­ans í Borg­un, verða létt­væg­ar. Ég tel óheppi­legt að stjórn­mála­menn­irnir sem að þessu stóðu beri ekki ábyrgð með einum eða öðrum hætti. Ef aðrir stjórn­mála­menn hög­uðu sér svona væri rík­is­sjóður tóm­ur.

Þetta mál er svo alvar­legt að ég tel að Alþingi eða fjár­mála­ráðu­neytið eigi að rann­saka það og setja upp rann­sókn­ar­nefnd til þess. Mögu­legt er að um skipu­leg svik hafi verið að ræða, það er að und­ir­bún­ings­að­il­arnir og sér­fræði­legir ráð­gjafar þeirra hafi vís­vit­andi gefið alranga mynd af aðstæð­um. Óvenju­legt er að sér­fræð­ingum við opin­berar aðgerðir mis­tak­ist svo hrapal­lega. Sér­stak­lega er þetta mik­il­vægt fyrir sér­fræð­ing­ana sjálfa, öðru­vísi verða þeir ekki hreins­aðir af ávæn­ingi um svik. Svo er mögu­legt að um pant­aðar nið­ur­stöður hafi verið að ræða sem líka eru alvar­leg svik, sem snúa þá að fleiri aðil­um.

Þá þarf að skoða hvort sam­þykkt Alþingis hafi haft í för með sér kostnað við önnur opin­ber verk­efni sem þá væri fórn­ar­kostn­aður vegna samn­inga um hrossa­kaup. Munum að aðeins 29 þing­menn studdu mál­ið. Hins vegar gerðu 34 það ekki, svo illa leist þeim á það: flestir þeirra greiddu atkvæði á móti (einkum sjálf­stæð­is­menn) eða létu sig hverfa við loka­at­kvæða­greiðsl­una (einkum stjórn­ar­liðar og meiri­hluti lands­byggð­ar­þing­manna).

Við­auki:

Þessir 29 þing­menn sam­þykktu lán rík­is­ins: 

Álf­heiður Inga­dótt­ir, Árni Páll Árna­son, Birkir Jón Jóns­son, Björn Valur Gísla­son, Eygló Harð­ar­dótt­ir, Guð­bjartur Hann­es­son, Guð­mundur Stein­gríms­son, Hall­dóra Lóa Þor­valds­dótt­ir, Helgi Hjörvar, Hösk­uldur Þór­halls­son, Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, Jón­ína Rós Guð­munds­dótt­ir, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, Krist­ján L. Möll­er, Magnús M. Norð­da­hl, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, Ólafur Þór Gunn­ars­son, Róbert Mars­hall, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Sig­mundur Ernir Rún­ars­son, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Stein­grímur J. Sig­fús­son, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, Tryggvi Þór Her­berts­son, Val­gerður Bjarna­dótt­ir, Þrá­inn Ber­tels­son, Össur Skarp­héð­ins­son.

Teng­ill í þing­mál­ið.