Jafnt vægi atkvæða (11.05.2020)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Yrði vægi atkvæða jafnað myndi það stað­festa áhuga þjóð­ar­innar á mann­rétt­indum og lýð­ræði. Það má gera með breyt­ingu á almennum lög­um, kosn­inga­lög­un­um, þannig að atkvæði vegi jafnt í næstu kosn­ing­um; það væri eðli­legt fyrsta skref, en stjórn­ar­skrá­breyt­ing sam­hliða frek­ari þróun kosn­inga­lag­anna yrði síð­ara skrefið og þá yrði mótað fram­tíð­ar­skipu­lag kosn­inga­mála.

Misvægi atkvæða getur verið þjóð­inni hættu­legt vegna ólíkrar stjórn­mála­menn­ingar lands­byggðar ann­ars vegar og höf­uð­borgar hins vegar og unnið gegn fram­þróun atvinnu­hátta, nýsköp­unar og upp­komu arð­bærra nútíma­legra atvinnu­vega í takt við hraða fram­þróun á flestum svið­um.

Sjón­ar­mið mann­rétt­inda og lýð­ræðis

Á vegum Ráð­stefn­unnar um Öryggi og sam­vinnu í Evr­ópu voru á árinu 1990 sam­þykktar grunn­reglur um mann­rétt­indi og frelsi í aðild­ar­ríkj­unum og m.a. skuld­bundu ríkin sig til að halda lýð­ræð­is­legar kosn­ingar sam­kvæmt til­greindum regl­um. Þessar reglur eru skráðar í Kaup­manna­hafn­ar­skjalið. Skjalið var m.a. samið til að tryggja að nýfengið frelsi í  ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu bæri með sér þau rétt­indi og skyldur milli íbúa og yfir­valda sem gilda í lýð­ræð­is­ríkj­um. Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) sér nú um fram­kvæmd Kaup­manna­hafn­ar­skjals­ins. Á hennar vegum er eft­ir­lit með kosn­ingum í ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu og yfir­völdum þeirra ríkja eru send til­mæli þegar eitt­hvað er athuga­vert við kosn­ing­arnar – sem alloft kemur fyr­ir.

Á síð­ari árum hefur stofn­unin beint ljósi reglna Kaup­manna­hafn­ar­skjals­ins að kosn­ingum í Vest­ur­-­Evr­ópu með eft­ir­liti og fundið ýmis­legt athuga­vert, enda grund­völlur margra kosn­inga­kerfa frá því fyrstu öld­ina eftir frönsku bylt­ing­una og end­ur­speglar hann ekki alltaf nútíma hug­myndir um mann­rétt­indi, jöfnuð og lýð­ræði – eða vand­aða fram­kvæmd.

Á vef Alþingis eru þrjár skýrslur ÖSE: frá 2009, 2013 og 2017, en stofn­unin skoð­aði fram­kvæmd kosn­inga sem haldnar voru þessi ár. Í þeim fyrri eru gerðar athuga­semdir um vægi atkvæða og sagt að misvægið brjóti í bága við ákvæði 5.10 í Kaup­manna­hafn­ar­skjal­inu þar sem segir að kosn­inga­kerfi verði að virða grund­vall­ar­mann­rétt­indi og laga­legan heil­leika. Þannig er í skýrsl­unum bent á að jafn­ræð­is­regla stjórn­ar­skrár (65. gr.) er brotin með ójöfnu vægi atkvæða – og á það þá jafn­framt við um yfir­stæðar jafn­ræð­is­reglur í alþjóð­legum mann­rétt­inda­samn­ingum og -yf­ir­lýs­ingum sem Ísland er aðili að. Í síð­ustu skýrsl­unni eru fyrri til­mæli ítrek­uð. Það skal tekið fram að íslensk stjórn­völd hafa brugð­ist við hluta af ábend­ingum ÖSE og eru að bregð­ast við öðr­um.

Svar íslenskra stjórn­valda frá 2009 var að ekki sé um stjórn­ar­skrár­brot að ræða af því að ójafnt vægi atkvæða er varið í stjórn­ar­skrá (31. gr.) og er það ákvæði jafn­hátt skipað jafn­væg­is­regl­unni og fellir hana að þessu leyti. Þetta svar er þó ekki full­nægj­andi af því að með ákvæð­inu um ójafnt vægi atkvæða eru tekin niður grund­vall­ar­mann­rétt­indin um jöfnuð og þótt það stand­ist íslenskan rétt, er ljóst að ákvæði 5.10 í Kaup­manna­hafn­ar­skjal­inu er engu að síður brot­ið, enda vísar það til yfir­stæðra alþjóð­legra mann­rétt­inda­á­kvæða. Þessu breyta önnur sjón­ar­mið í raun­inni ekki held­ur, s.s. að hefð er fyrir þessu hér á landi og að mis­mun­andi ójafn­vægi milli atkvæða og önnur brot á þess­ari reglu eru stað­reynd í mörgum öðrum Vest­ur­-­Evr­ópu­ríkj­um.

Lítið hefur borið á stjórn­mála­legum sjón­ar­miðum sem hafna jafn­vægi atkvæða, en þó settu Ágúst Þór Árna­son og Grétar Þór Eyþórs­son fram það sjón­ar­mið 2013 að sam­hliða jöfnun þyrfti að „leið­rétta land­fræði­legan aðstöðumun“. Miklu frekar beita and­stæð­ingar breyt­inga ómögu­leg­heitarök­um.

Þá er ógern­ingur annað en nefna að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla var um vægi atkvæða haustið 2012 og voru 2/3 hlutar kjós­enda hlynntir jöfnun atkvæða­vægis og kjós­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í tæp­lega 80% til­fella. Um þessar kosn­ingar er þrennt að segja: (i) Að þær voru snið­gengnar af  um helm­ingi kjós­enda, sem í fljótu bragði virð­ist veikja lög­mæti þeirra, en gerir það ekki sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum for­send­um, því kjós­endur sem sitja heima fram­selja atkvæði sitt ein­fald­lega til þeirra sem kjósa (þetta er ein af ástæðum þess að beint lýð­ræði leiðir oft til meiri­hluta­valds minni­hlut­ans og er þar af leið­andi ekki æski­leg­t), (ii) að ekki er eðli­legt að kjósa um grund­vall­ar­mann­rétt­indi eins og þau eru skil­greind í alþjóð­legum samn­ing­um, kjós­endum á ekki að standa til boða að kjósa frá sér mann­rétt­indi. Að því leyti er málið ein­kenni­legt. (iii) Nið­ur­stöður þess­arar atkvæða­greiðslu hafa ekki komið til fram­kvæmda af póli­tískum ástæðum – og er það virðing­ar­leysi gagn­vart lýð­ræð­inu fáheyrt ef ekki ein­stakt í Vest­ur­-­Evr­ópu. 

Það þarf ekki stjórn­ar­skrár­breyt­ingu

Jafna má vægi atkvæða án þess að til stjórn­ar­skrár­breyt­inga komi og þarf málið því ekki endi­lega að ganga til for­manna­hóps þing­flokk­anna sem nú vinnur að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Jöfnun atkvæða næst fram með breyt­ingu á kosn­inga­lögum nr. 24/2000, en tekið skal fram að 2/3 hluta atkvæða alþing­is­manna þarf til að breyta þeim lög­um. Á þetta benti Þor­kell Helga­son í grein á árinu 2014 þar sem hann segir að tryggja megi fulla jöfnun milli kjör­dæma og þing­flokka með breyt­ingum á kosn­inga­lög­un­um, annað hvort með breyt­ingu á kjör­dæma­mörk­um, sem hann ræðir ekki frekar – eða að kjör­dæma­kjörnir þing­menn verði aðeins 6 eins og stjórn­ar­skráin gerir ráð fyrir að sé lág­mark frá hverju kjör­dæmi. Þeir yrðu þá að lág­marki 36. Jöfn­un­ar­þing­sætum yrði fjölgað í allt að 27 til að þetta gæti orðið að veru­leika. Þannig má ná fram jöfn­uði með fjölgun jöfn­un­ar­sæta, en þess þarf hvort sem er, því þau eru ekki nógu mörg til að jafna milli stjórn­mála­flokka nú. Þessi leið er auð­farin og gæti því vægi atkvæða verið jafnt næst þegar kosið verður til Alþing­is. Vilji er allt sem þarf.

Eðli­legt væri að breyta kosn­inga­kerf­unum í tveimur skref­um. Fyrst kosn­inga­lög­unum til að ná fram jöfnun strax og síðan bæði stjórn­ar­skrá og kosn­inga­lög­unum til að móta kosn­inga­kerfin til fram­tíð­ar.

Fjöldi og hlut­föll

Nú eru 28 lands­byggð­ar­þing­menn og 35 frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem þýðir að frá lands­byggð eru þing­menn 27% fleiri en hlut­fall kjós­enda segir fyrir um og þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru um 86% af þeim fjölda sem þeir ættu að vera. Miða má við að þrjú atkvæði þurfi frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu á móti tveimur frá lands­byggð­inni. Það jafn­gildir því að 53 þús­und kosn­inga­bærra manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki kosn­inga­rétt og skipt­ast þeir jafnt á alla stjórn­mála­flokka. Þetta hlut­fall mið­ast við NV, NA og SU kjör­dæmi ann­ars vegar og hins vegar SV, RN og RS.

Hér er tafla yfir þing­manna­fjölda af lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæði. Bæði raun­tölur og tölur í hlut­falli við kjós­enda­fjölda. Taflan er tekin úr bók­inni: Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um? bls. 202.

Hættu­legt misvægi

Í bók minni „Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um?“ kemur fram, með úrvinnslu gagna frá gagna­grunnum Alþingis frá árunum 1991-2018, að þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­innar starfa veru­lega ólíkt á þingi. Hags­muna­gæsla gömlu atvinnu­veg­anna, land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs, er í höndum lands­byggð­ar­þing­manna. Þeir raða sér í atvinnu­vega­nefnd­ir, en snið­ganga umhverf­is­nefnd­ir. Í stjórn­mála­fræð­inni er talað um „tru­stee“ eða umboðs­menn sem þá eru sjálf­stæðir full­trúar kjós­enda og hins vegar „del­egates“ eða full­trúa ákveð­inna aðila, hags­muna eða kjör­dæma. Það er skemmti­legt að nefna að stjórn­ar­skráin segir að þing­menn séu engu háðir nema sann­fær­ingu sinni, þannig að hún segir að þeir eigi að vera umboðs­menn. Það er ekki gerð krafa um það í öllum ríkj­um.

Í þessum mis­mun milli umboðs­manna og full­trúa end­ur­spegl­ast ólík nálgun þing­manna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­innar í þing­störfum og þá þannig að almanna­hagur er fremur til hlið­sjónar hjá þing­mönnum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (vel­ferð­ar­mál. umhverf­is­mál, mennta­mál o.s.frv.) meðan hags­munir kjör­dæm­is­ins og atvinnu­vega þess er efst á blaði hjá lands­byggð­ar­þing­mönnum – en stað­bundnir hags­munir geta vegið að þjóð­ar­hag þótt þeir geri það kannski ekki oft. Þetta má greina af nefnda­setum hópanna, þing­málum og -ræð­u­m. 

Þessi hags­muna­bar­átta sem blasir við þegar störf þing­manna eru skoðuð getur verið hættu­leg út af fyrir sig og borið með sér að Alþingi sé ofur­selt hags­munum þess­ara atvinnu­greina – en lands­byggð­ar­þing­menn sem ekki berj­ast fyrir atvinnu­málum síns kjör­dæmis ná ekki end­ur­kjöri og virð­ast því í sjálf­heldu eigin stjórn­mála­menn­ingar – og eftir því sem hlutur þess­ara atvinnu­greina í efna­hag þjóð­fé­lags­ins minnkar er hætt við því að þær hafi ruðn­ings­á­hrif hvað varðar opin­bera athygli, reglu­setn­ingu og aðbúnað gagn­vart öðrum atvinnu­greinum og þá ekki síst nýjum atvinnu­greinum og nýsköp­un.

Athygl­is­vert er að í störfum sínum á þingi sýna þing­menn lands­byggðar ekki áhuga á nátt­úru­vernd, sam­kvæmt því sem gögn Alþingis um nefnd­ar­setur sýna, en þeir eru í ákveðnum skiln­ingi vernd­arar stærsta hluta lands­ins. Enn er staðan sú á árinu 2020 að margar hug­myndir um upp­bygg­ingu í land­inu ganga gegn nátt­úru­vernd – og má nefna fisk­eldi í fjörðum sem dæmi, en það hefur reynst ótækt í Nor­egi.

Þá er ljóst af ýmsum gögn­um, s.s. gögnum um stöðu kynj­anna á Alþingi að nýjar hug­myndir ber­ast seint eða ekki út á lands­byggð­ina, t.d. hug­myndir um kven­frelsi, en staða þing­kvenna frá lands­byggð­inni hefur verið afleit og er enn. Konur hafa nýverið náð 30% mark­inu frá lands­byggð­inni sem er þrösk­uldur fyrir áhrif þeirra og alls ekki hjá öllum stjórn­mála­flokk­um. Þá fá ný fram­boð lít­inn hljóm­grunn á lands­byggð­inni. Þannig takast að sumu leyti á eldri stjórn­mála­menn­ing frá hálfu lands­byggð­ar­innar og nýjar hug­mynd­ir, fram­þróun og alþjóð­legir straumar frá hálfu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þetta má því miður lesa úr gögnum Alþing­is.

Margir hafa haft áhyggjur af þessum mót­sögnum af því að fram­þróun hefur aldrei verið hrað­ari í sögu mann­kyns­ins en nú og vex hún með veld­is­vexti. Þannig þarf íslenska þjóð­fé­lagið að takast á við hrað­fleygar breyt­ingar í fram­tíð­inni, ekki síst tækni­breyt­ingar og líf­tækni­breyt­ingar og nýsköpun á þeim sviðum gefur mest af sér á ýmsum mæli­kvörðum – þannig að misvægi atkvæða getur verið hættu­legt. Við getum orðið á eftir ef fram­sýni er ekki næg á Alþingi.

Þá er það ósagt að fram­þróun atvinnu­hátta og menn­ingar er lífs­spurs­mál fyrir fram­tíð lands­byggð­ar­innar og gæti stjórn­mála­menn­ingin unnið gegn henni.

Nið­ur­lag

Að lokum skal það tekið fram að höf­undur þess­ara orða er frá lands­byggð­inni og ann henni og íbúum henn­ar. En margt bendir til þess að stjórn­mála­menn­ing lands­byggð­ar­innar þurfi gagn­gerrar end­ur­nýj­unar við og megi ekki hafa meira vægi í lands­stjórn­inni en íbúa­fjöldi segir fyrir um. Í öllu falli er engum greiði gerð­ur, hvar sem hann býr og hvað sem hann hefur fram að færa, að veita honum for­rétt­indi í lýð­ræð­inu.