Orð eru til alls fyrst (18.05.2018)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Nú hljóma orð eins og arð­rán og auð­magn í opin­berri umræðu, fátækt og mis­munum – eins og ekk­ert sé eðli­legra en að lýsa sam­fé­lag­inu með þessum hug­tök­um. Engu að síður er það svo að þessi hug­tök hafa varla heyrst í ára­tugi og alls ekki það sem af er þess­ari öld: jafn­vel hefur verið talið að við séum komin inn í stétt­laust sam­fé­lag eða að minnsta kosti sam­fé­lag með full­mótað vel­ferð­ar­kerfi sem sér til þess að allir hafi það gott. Slík stétta­sam­vinna og sam­á­byrgð allra stjórn­mála­flokka og verka­lýðs­hreyf­ingar með auð­vald­inu og mark­aðs­þjóð­fé­lagi þess hefur verið kennd við Blairisma og hefur átt sér stað á hinum Norð­ur­lönd­unum líka, þó hug­tök eins og almanna­hagur standi mikið styrk­ari fótum þar.

Allt í einu kemur í ljós að til er „annað Ísland“ og „hin Reykja­vík“ – rétt eins og stétt­lausa sam­fé­lagið hafi verið nýju fötin keis­ar­ans. Fyrr­ver­andi rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins láta sér ekki bregða og segja efn­is­lega að þetta hafi alltaf verið í píp­un­um, aldrei hafi annað staðið til; mis­skipt­ingin í sam­fé­lag­inu kalli á and­svar gras­rót­ar­inn­ar. Undir for­ystu Sól­veigar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ingar og hins nýstofn­aða Sós­í­alista­flokks hefur hug­taka­notk­unin í opin­berri umræðu breyst og áherslur stjórn­mál­anna fylgja með.

Nú er opin­ber­lega við­ur­kennt og jafn­vel komið í Alþing­is­tíð­indi að um 70% aldr­aðra hafa eft­ir­laun undir fátækt­ar­mörkum (28 þús. manns), þar af er mörg þús­und manns sem heldur heim­ili sjálft með um 100 þús. minna á mán­uði en fram­færslu­mörk Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins með hús­næð­is­kostn­aði segja til um. Staðan hjá öryrkjum er jafn­vel enn verri. Það er líka við­ur­kennt að ekki sé hægt að lifa af lág­marks­launum á vinnu­mark­aði, en algengt er að lægstu taxtar séu not­aðir í ferða­manna­iðn­að­in­um, einkum gagn­vart erlendu vinnu­afli – raunar þegar best læt­ur, erlent vinnu­afl og jafn­vel íslenskt vinnur nú sem verk­takar hjá vinnu­leigum – og nýtur því ekki grunn­rétt­inda í sam­fé­lag­inu af því að það vinnur ekki hjá raun­veru­legum vinnu­veit­anda sínum – og það greiðir ekki í líf­eyr­is­sjóði.

RÚV hefur brugð­ist við þess­ari nýju stöðu á vinnu­mark­aði og skrif­aði hesta­leigum og hrossa­búum nýlega í nafni þýskrar áhuga­stúlku um íslenska hesta og spurð­ist fyrir um sum­ar­vinnu – og mik­ill meiri­hluti þeirra ætl­aði ekki að greiða stúlkunni lág­marks­laun. Þetta „annað Ísland“ og „hin Reykja­vík“ var ósýni­legt fyrir nokkrum mán­uð­um. Kannski erum við bara búin að sjá topp­inn á ísjak­anum varð­andi það hvernig farið er með vinnu­afl á vinnu­mark­aði?

„Stétt­leys­inu“ hefur fylg­t nýfrjáls­hyggja í stjórn­málum og nýsköpun í rík­is­rekstri (NPM, hægri stefna um út­vist­un og mark­aðsvæð­ing­u); hvort tveggja stefnur frá tím­um Reg­ans og T­hatcher­s ­sem fengu ekki síst byr undir vængi með falli Berlín­ar­múrs­ins og áætl­un­ar­bú­skapar í Aust­ur-­Evr­ópu. Hvernig er það ann­ars – er sós­í­al­ism­inn ekki örugg­lega end­an­lega dauð­ur, eins og rit­stjóri Frétta­blaðs­ins hélt fram nýlega í leið­ara? Í kjöl­farið varð rík­is­valdið á Vest­ur­löndum opn­ara en áður fyrir hug­mynda­fræði auð­valds­ins. Leið­andi stjórn­mála­menn og rík­is­for­stjórar hér á landi afneit­uðu að hér sé stétt­skipt þjóð­fé­lag, að hér þurfi stöðuga ­stétta­bar­átt­u til þess að setja mark­aðslög­mál­unum ramma og skil­yrði – og hafa engan áhuga á sam­fé­lags­leg­u hlut­verki rík­is­ins, almanna­valds­ins, t.d. við að hafa taum­hald á frum­stæðum og sið­lausum mark­aðs­öfl­um. Þessu er vel lýst í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis.

Það eru orðnir ára­tugir síðan sænska ríkið byggði 1 milljón ódýrra íbúða undir for­ystu sós­í­alista til að útrýma heilsu­spill­andi hús­næði og til þess að styðja lág­launa­stétt­irnar og einnig er langt síðan félags­leg hús­næð­is­kerfi og verka­manna­bú­staða­kerfi störf­uðu hér á landi. En þetta eru dæmi um það sem sós­í­alistar geta gert ef þeir kom­ast til valda. Rík­is­valdið hér á landi er hins vegar á valdi ráð­andi stéttar eins og áður segir og hefur verið það lengi og gildir einu hvaða flokkar sitja í rík­is­stjórn.

Tökum dæmi. Yfir­völd hafa lög­leitt alþjóð­lega sátt­mála um að við­eig­andi hús­næði sé mann­rétt­indi, t.d. með sam­þykkt alþjóða­samn­ings um efna­hags­leg, menn­ing­ar­leg og félags­leg rétt­indi. Samt er hús­næð­is­á­standið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þannig að allar launa­hækk­anir ungs fólks og lág­launa­fólks eru étnar upp af leigu­söl­um, selj­endum hús­næðis – og búseta í heilsu­spill­andi hús­næði, kölluð óleyf­is­bú­seta til þess að koma skömminni á leigj­end­urna – er meiri en nokkru sinni áður. Biðin eftir félags­legu hús­næði á vegum sveit­ar­fé­laga fyrir þá sem verst standa er mörg ár, kannski kjör­tíma­bil. „Ekki benda á mig“ segja ráð­herrar og alþing­is­menn.

Allt hefur sinn tíma. Ný rödd heyr­ist, ný sam­fé­lags­sýn birt­ist. Í ljós kemur að und­ir­stéttin nýtur ekki góð­ær­is­ins, þótt hag­tölur fari upp og með­al­tekjur þjóð­ar­bús­ins á mann séu með því mesta í heim­in­um. En orð eru til alls fyrst.