Réttur til atvinnu eða velsældar og tengsl hugtakanna við menntun (13.02.2020)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Algengt er að starfs­fólk við afgreiðslu­störf, í fjár­mála­geir­anum og við sím­svörun missi vinn­una og gervi­greind er að útrýma mikið fleiri störfum við þjón­ustu. Fyrir liggur einnig að þeir sem starfa við sjáv­ar­út­veg eru orðnir fáir og fækkar stöðugt og við mjólk­ur­fram­leiðslu starfa til­tölu­legar fáir og stórir aðilar við hátækni­bú. Þeir sem eftir sitja í þessum atvinnu­greinum eru hálauna­menn. Þannig varð lands­byggðin fyrsta fórn­ar­lanb tækni­breyt­inga hér á landi. Í annarri fram­leiðslu svo sem í álverum og raf­orku­verum starfa sífellt færri og það er tækni­lega öfl­ugt starfs­fólk sem telst til milli­stétt­ar. Svona fór þá fyrir fram­leiðslu- og verk­smiðju­lýðnum sem ein­kenndi Vest­ur­lönd á tímum Karls Marx og hann taldi arð­rændasta hluta verka­lýðs­ins.

Enn eru unnin fjöl­mörg lág­launa­störf í þjón­ustu, en þeim fer fækk­andi – en opin­ber störf við umönnum og kennslu halda best, en umönn­un­ar­störfum mun þó fækka hratt á næstu árum með auk­inni hag­kvæmni staf­rænna lausna. Þá er talið að lág­launa­störfum í þriðja heim­inum t.d. við fram­leiðslu og sím­svörun muni fækka mikið og jafn­vel leggj­ast af á næstu árum með auk­inni sjálf­virkni, notkun gervi­greindar og þrí­vídd­ar­prent­un.

Margir hafa áhyggjur af því að þjóð­ar­fram­leiðsla haldi ekki áfram að aukast þegar fækkar á vinnu­mark­aði. Það ætti hún reyndar að gera – með vax­andi tækni­væð­ingu skapar hvert starf mikið meiri auð­æfi en áður. Menntun og end­ur­mennt­un, einkum á sviði tækni, er grund­völlur fram­tíð­ar­auðs.

Nú kemur upp spurn­ing­in: Á almenn­ingur rétt á því að þjóð­fé­lagið leggi honum til hæfi­lega atvinnu – eða á hann bara rétt á vel­sæld, hvað sem líður tengslum hans við atvinnu­mark­að­inn. Oft láta menn sem svo að atvinna sé for­senda heil­brigðs lífs – en er það svo? Er tæknin ekki að leysa mann­kynið undan atvinnu – og lífs­bar­áttan verður auð­veld­ari og skemmti­legri? En tækni­menn og kenn­arar virð­ast munu hafa nóg að starfa.

Þetta eru mik­il­vægar spurn­ingar og beina athygl­inni að því hvort við viljum raun­veru­lega tækninýj­ung­ar, sem nán­ast alltaf spara vinnu eða hvort við viljum snúa hjóli þró­un­ar­innar við og taka aftur upp óhag­kvæm vinnu­brögð.

Tökum sem dæmi að ein­hverjir vilji útgerð og fisk­vinnslu í hverju smá­plássi, eins og var áður. En telja má að það auki þjóð­ar­auð meira og spari fjár­fest­ingar – að setja nýjar hátækni­flæði­línur í tog­ara líkt og Slipp­stöðin á Akur­eyri ger­ir. Þannig dregur úr mik­il­vægi fisk­vinnslu í landi, mikið betra hrá­efni fæst úr sjó – auk þess sem fáeinir tog­arar geta nú nýtt fisk­veiði­auð­ind­ina. Borgar sig ekki betur að fólkið í sjáv­ar­þorp­unum sé á opin­beru fram­færi? Getur því liðið jafn vel og þegar það stóð erf­iði fisk­vinnsl­unnar og kon­urnar voru farnar að heilsu fyrir sex­tugt? Best færi á að arð­ur­inn af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni stæði straum af vel­sæld íbúa.

Hvernig á ann­ars að skipta auð­æfum þjóð­fé­lags­ins? Rök­styðja má að stór­auka þurfi áhersl­una á jöfnuð og rétt­læti – og að skattar á stór­fyr­ir­tæki þurfi að hækka auk auð­linda­gjalda til þess að kosta vel­sæld þeirra sem standa utan vinnu­mark­að­ar. Hin auð­ugu þjóð­fé­lög Vest­ur­landa geta auð­veld­lega mætt kröfum allra um mann­sæm­andi líf eins og þjóð­ar­tekjur sýna vel. En þetta mun vænt­an­lega kosta end­ur­nýj­aða kjara­bar­áttu á allt öðrum for­sendum en áður. Krafan er að þeir sem standa utan vinnu­mark­aðar hafi það jafn gott og aðrir þjóð­fé­lags­þegnar – eða nógu gott til þess að lifa við full nútíma lífs­gæði. Mikið vantar upp á það í dag. Þetta er rétt­læt­iskrafa, en krafan um atvinnu er það ekki.

Jafn­vel má segja að kom­inn sé til sög­unnar nýr afskiptur hópur þeirra sem standa utan vinnu­mark­aðar í stað og til hliðar við þá hópa sem hefð­bund­inn sós­í­al­ismi greindi sem und­ir­ok­aða.

Þessi þróun stendur í tengslum við tækni­þró­un­ina, líf­tækni­þró­un­ina og hag­nýt­ingu auð­valds á þeirri fram­þró­un. Allt bendir til vax­andi mis­skipt­ingar á kom­andi árum, bæði efna­hags­lega, milli þeirra sem vinna verð­mæt störf og þeirra sem verða utan vinnu­mark­aðar og líf­fræði­lega, þar sem auð­stéttin getur keypt erfða­breyt­ingar á sjálfri sér og börnum sín­um. Þannig fjar­lægist hún lág­stétt­irnar meira en nokkru sinni og getur sú þróun raunar skipt mann­kyn­inu upp – og auð­vald fær­ist í sífellt færri hend­ur.

Sem stendur er marg­háttuð félags­leg þjón­usta tengd atvinnu­þátt­töku. Þá er átt við orlofs­þjón­ustu (t.d. aðgang að bústöð­u­m), sjúkra­stuðn­ing, end­ur­menntun og nám­skeiðs­þátt­töku, virkni­þjón­ustu (ASÍ rekur Virk bara fyrir vinnu­mark­að­inn meðan ljóst er að fjöldi ann­arra, m.a. stúd­enta, aldr­aðra og öryrkja þurfa slíka þjón­ustu) – og svo má lengi telja. Félags­leg þjón­usta verka­lýðs­fé­laga og rík­is­ins þarf að ná til allra jafnt, bæði á atvinnu­mark­aði og utan hans. Til greina kæmi að þeir sem hverfa af vinnu­mark­aði verði áfram í þeim verka­lýðs­fé­lögum sem þeir voru í við starfs­lok.

Mik­il­væg­ast af öllu er að kenna þeim sem eru utan atvinnu­mark­aðar að lifa inni­halds­ríku lífi án atvinnu og að styðja þá til sam­fé­lags­legrar virkni af öllu tagi. Upp á þetta vantar mikið í dag. Er það sam­rým­an­legt að vera glaður og ánægður með sterka sjálfs­mynd og vera nýtur þjóð­fé­lags­þegn – og lifa á kostnað trygg­inga­kerfa? Það gæti verið nýtt sam­fé­lags­legt mark­mið.

Hvernig verður fram­tíðin fyrir þann hóp sem stendur utan vinnu­mark­að­ar, sem eru aldr­að­ir, öryrkjar, atvinnu­lausir og náms­menn á öllum aldri:

i) Mik­il­væg­ast er að atvinnu­leysi verði snúið upp í end­ur­mennt­un. Lík­legt er að hver og einn verði að mennta sig til fleiri en eins ævi­starfs í fram­tíð­inni, kannski til fleiri en tveggja starfa. Því þarf að skapa greiðar leiðir frá atvinnu­leys­is­styrk til náms­launa og efna­hags­lega hvatn­ingu fyrir atvinnu­lausa að end­ur­mennta sig.

(ii) Eðli­legt er að stytta vinnu­vik­una og/eða lengja orlof til að dreifa atvinn­unni jafn­ar. Það veldur hins vegar auknum kostn­aði hjá atvinnu­líf­inu, meðan fjölgun fólks utan atvinnu­mark­aðar eykur kostnað rík­is­ins.

iii) Þá getur rík­ið, auk end­ur­mennt­un­ar, búið til atvinnu­bóta­vinnu fyrir atvinnu­lausa. Hún má þó ekki vinna gegn þjóð­ar­hags­mun­um, eins og sum atvinna getur gert, t.d. strand­veiðar og sauð­fjár­rækt – heldur vera raun­veru­lega í þjóð­ar­hag og hún má ekki taka atvinnu beint frá atvinnu­mark­aðn­um. Til greina kæmi að láta atvinnu­lausa leggja járn­braut­ar­teina til Akur­eyrar og Egils­staða.

iv) En hluti þeirra sem standa utan vinnu­mark­aðar verður þar alla ævi. Þá er átt við öryrkja, atvinnu­lausa sem vilja ekki end­ur­mennta sig og þá sem ekki hafa menntun eða hæfi­leika til að hljóta mennt­un. Ein­földum störfum er nefni­lega að fækka ört. Þeir sem ekki hafa lesskiln­ing við lok grunn­skóla núna verða á opin­beru fram­færi ævi­langt ef fram heldur sem horf­ir. Það verða einnig ómennt­aðir inn­flytj­end­ur.

v) Aldr­aðir munu fara af vinnu­mark­aði fyrr en áður vegna þess að þekk­ing þeirra verður úrelt, en ef þeir end­ur­mennta sig ættu þeir að geta unnið fram á átt­ræð­is­ald­ur, ann­ars ekki. Raunar markar tíma­lengdin frá síð­ustu end­ur­menntun í aðal­at­riðum mæli­kvarða á getu til starfa, en ekki lífald­ur.

Þessi þróun kallar á end­ur­sköpun trygg­inga­mála og er þá átt við að mál­efni aldr­aðra, öryrkja, atvinnu­lausra og náms­manna – allra utan atvinnu­mark­aðar – mál­efni þeirra þurfa að renna saman í nýtt sam­fellt kerfi þar sem eðli­legir hvatar þrýsta á aukna menntun og verð­mæta­sköp­un.