Skilmálar og persónuvernd

Upplýsingar um söluaðila

Haukura ehf
haukura@haukura.is
Kt. 680611-0410
Sóltúni 13
105 Reykjavík

Skilmálar fyrir vefverslun

  • Seldar vörur eru sendar eins fljótt og verða má eftir pöntun, með þeim fyrirvara þó að þær séu til á lager.
  • Séu pantaðar vörur uppseldar tímabundið munum við hafa samband við fyrsta tækifæri með tölvupósti.
  • Varan er send með Íslandspósti ohf og er sendingarkostnaður innifalinn í verði.
  • Greiðslur með kreditkortum eru alfarið meðhöndlaðar af vefþjónum Valitor og eru engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum síðunnar.
  • Öll verð eru birt með fyrirvara um villur og myndbrengl.
  • Öll verð á vefnum eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Meðferð persónuupplýsinga

Notendur þessarar vefverslunar geta þurft að gefa persónuupplýsingar í sambandi við kaup á vörum á vefnum. Ef þeir vilja síðar að þessum upplýsingum sé eytt, munum við verða við þeirri ósk, nema því aðeins að það sé ekki hægt af bókhaldslegum eða lagalegum orsökum.

Vefkökur

Vefkökur (cookies) frá fyrsta aðila eru notaðar á ýmsum hlutum vefjarins og í ýmsum tilgangi. Þær geta t.d. verið notaðar til að fylgja slóð tiltekins notenda gegnum vefinn, vista stillingar sem hann hefur valið. Vefkökur eru ekki tengdar við persónuupplýsingar, nema í þeim tilvikum sem nefnd eru hér að ofan. Persónuupplýsingar eru aldrei vistaðar í vefkökunum sjálfum. Persónuupplýsingar notenda eru aldrei framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði.Vefkökur sem tilheyra þriðja aðila (Google) eru notaðar á pöntunarvefnum m.a. til þess greina notkun vefsetursins hvað varðar fjölda notenda og hegðun þeirra á vefsetrinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.

Greiðslur

Allar greiðslur í gegnum vefverslun eru í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.is og geymum við ekki kortanúmer greiðanda.