Úr inngangi:
„Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að fjalla um aðbúnað í nokkrum framhaldsskólum við upphaf 20. aldarinnar. Við völdum að skoða Lærða skólann í Reykjavík, gagnfræðaskólana og alla búnaðarskóla og kvennaskóla sem störfuðu á þeim árum. Um er að ræða Alþýðu- og Gagnfræðaskólann í Flensborg, Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og síðar á Akureyri, Búnaðarskólann á Eiðum, Hólum, Hvanneyri og í Ólafsdal og Kvennaskólann í Reykjavík, Laugalandi, og að Ytri-Ey, síðar á Blönduósi. Þessir skólar eiga það sameiginlegt að þeir veittu almenna menntun á framhaldsskólastigi og völdum við að takmarka okkar viðfangsefni við það.
Við afmörkun í tíma miðum við skýrslu okkar við árin 1887 til 1907. Við förum reyndar svolítið frjálslega með fremri tímamörkin og miðum þá við upphafsár skólanna, en þeir voru allir stofnaðir á árunum 1874 til 1889, nema Lærði skólinn. Ekki gátum við alveg haldið okkur við síðari tímamörkin hvað varðar alla skólana, vegna skorts á heimildum. … Reynslan af starfi þeirra skóla sem hér er fjallað um varð sú hefð sem byggt var á fyrstu ár aldarinnar.“
Hér er tengill í skannaða útgáfu af ritgerðinni. Hún er skemmd þannig að bls. 112 vantar.