Upplýsingasamfélag framtíðar – Þróun á ábyrgð ríkisins (03.03.2016)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Hér­ verður kynnt til sög­unnar nýtt hug­tak, upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar. Það er sam­fé­lags­gerð sem gæti mynd­ast með skipu­legri hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni og nets­ins. Hún hefur margs konar ein­kenni sem breyta lífi okk­ar, á heim­ili, í skóla og í vinnu. Ekki verður hér staldrað við þau öll, heldur verður fók­us­inn áfram á hvað ríkið og opin­berir aðilar þurfa að ­gera til þess að fylgja for­dæmi fremstu nágranna­ríkja.

Það ­sem ein­kennir upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar er að sam­eig­in­legar upp­lýs­ingar eru að­gengi­leg­ar, hægt er að rækja erindi sín við opin­bera aðila á net­inu (þeir hafa form­breytt þjón­ustu sinn­i), sam­ráð er haft við almenn­ing og atvinnu­líf og frels­is­hug­myndir nets­ins hafa áhrif á stjórn­mál og ekki síður stjórn­sýslu.

Rík­ið ­leikur aðal­hlut­verk við myndun upp­lýs­inga­sam­fé­lags fram­tíð­ar. For­ystu­hlut­verk þess felst m.a. í stefnu­mörk­un, fram­kvæmd­um, ekki síst á tölvu­svið­in­u, breyt­ingu á starfs­hátt­um, myndun mark­aðar fyrir upp­lýs­inga­tækni­lausnir, mynd­un ­upp­lýs­inga­tækni­iðn­aðar og end­ur­skipu­lagn­ingu skóla­náms með áherslu á raun­grein­ar.

Í síð­ustu grein var fjallað um mæl­ingar á frammi­stöðu rík­is­ins. 

Greina þarf á milli tölvu­væð­ingar á rík­is­stigi og tölvu­væð­ingar á stofn­ana- og sveit­ar­stjórn­ar­stigi. Á meðan hið fyrr­nefnda myndar upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar er hið síð­ar­nefnda mik­il­væg for­senda þess. Tölvu­væð­ing og gagna­söfn á stofn­ana­stigi eru í ákveðnum til­vikum í ágætu lagi hér á landi (t.d. RSK og Land­spít­al­inn), en sveit­ar­fé­lögin eru víða á eft­ir. En það vantar nán­ast alla ­tölvu­væð­ingu á rík­is­stigi eins og fram kom í síð­ustu grein. Ef hún er ekki ­fyrir hendi er hætt við því að ávinn­ingur af tölvu­væð­ingu stofn­ana og sveit­ar­fé­laga nýt­ist ekki, t.d. að gögn þeirra séu ekki sam­keyr­an­leg.

Dreif­stýr­ing mála­flokks­ins í anda NPM (New Public Mana­gement) er enn meg­in­ein­kenni stjórn­unar hans og hindrar einkum aðgerðir og fram­kvæmdir á rík­is­stigi. „Mark­aðn­um“ er ætlað að þróa upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar án afskipta rík­is­ins. Þetta þýðir að engin rík­is­stofnun er ábyrg ­fyrir alvöru stefnu­mót­un, áætl­ana­gerð og fram­kvæmdum fyrir ríkið og þjóð­fé­lag­ið eða tekur sér slíkt hlut­verk. Þá er stöðlun ekki fyrir hendi þannig að op­in­berar upp­lýs­ingar eru ósam­ræm­an­legar og for­stjórar rík­is­ins hafa frjáls­ar hendur m.a. um form þjón­ustu. Í BNA eru fyrir hendi fyr­ir­mæli um stöðl­un op­in­berra upp­lýs­inga­kerfa og upp­lýs­inga sem heitir FEA (Federal Enter­prise ­Architect­ure) og eru fyr­ir­mælin vistuð og þeim haldið við af Hvíta Hús­inu, enda grund­völlur þess að stjórna því stóra ríki.

Verk­efn­i ­rík­is­ins í upp­bygg­ingu tölvu­kerfa felst í myndun sam­þættra gagna­grunna á helst­u ­mál­efna­sviðum þess í sam­vinnu við þau ráðu­neyti sem í hlut eiga, mik­il­væg­ast er þetta á sviði heil­brigð­is­mála, félags­mála, mennta­mála, dóms­mála og fjár­mála. Gögn­in í þessum grunnum koma frá stofn­unum og sveit­ar­fé­lög­um, auk ráðu­neyt­anna sjálfra. ­Með þeim má mynda heild­ar­myndir af starf­semi á við­kom­andi starfs­sviði – með­ beinum aðgangi að gögnum og óbeinum (töl­fræð­i). Síðan þarf að tengja þessa grunna saman til þess að fá heild­ar­myndir fyrir ríkið í heild.

Með­ ­sam­þætt­ingu opin­berra gagna myndar ríkið nýtt stjórn­tæki sem einkum gagn­ast því ­sjálfu og er rétt­lætt vegna innri hag­kvæmni, en það kemur líka almenn­ingi til­ ­góða með fjöl­breyttum hætti. Þetta stjórn­tæki er eitt mik­il­væg­asta ein­kenni upp­lýs­inga­sam­fé­lags­ fram­tíð­ar.

Verk­efni og ávinn­ingur stjórn­sýsl­unnar

Vorið 2015 fékk Cameron for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands nýtt „app“ í sím­ann sinn sem sýndi helstu þjóð­hags­stærðir breska rík­is­ins í raun­tíma. Þar með var ákveðnum toppi náð í sam­þætt­ingu opin­berra upp­lýs­inga. Fram­leið­andi Oracle setti fram hug­takið stjórn­borð stjórn­and­ans fyrir 1-2 ára­tugum þegar það kynnti mögu­leika sam­þættra gagna­grunna og segja má að kerf­i Camer­ons sé glæsi­legt stjórn­borð fyrir þjóð­ar­leið­toga.

Heild­ar­myndir af hag­stærð­um, fram­kvæmd opin­berra verk­efna og upp­lýs­ingar um rík­is­reikn­ing, opin­ber mál og töl­fræði allra opin­berra ­gagna (líka gagna sem eru í per­sónu­vernd) eru lyk­il­at­riði í nútíma stjórn­un. Rétt­ar og nýjar upp­lýs­ingar bera með sér skil­virk­ari og nákvæmar ákvarð­anir en ­mögu­legt var að taka með eldri vinnu­brögð­um. Töl­fræði úr opin­berum gagna­söfn­um er lyk­ill­inn að réttri fjár­hags­á­ætl­ana­gerð. Allt fæst þetta með sam­þætt­u­m ­gagna­grunnum rík­is­ins.

Opin­ber fram­kvæmd verður skil­virk­ari og auð­veld­ari í upp­lýs­inga­sam­fé­lagi fram­tíð­ar. Þar ­með talin fram­kvæmd sam­eig­in­legrar stefnu­mót­unar af öllu tagi. Sem dæmi má ­nefna að skrán­ing atvinnu­lauss ein­stak­lings í skóla ætti strax að geta haft á­hrif á bóta­rétt hans. Slík félags­leg laga­setn­ing er algeng í Dan­mörku. Hún­ verður varla fram­kvæmd nema gagna­grunnar á mennta­sviði og félags­mála­sviði séu ­sam­þætt­ir. Lítið er um laga­setn­ingu sem grípur inn í líf almenn­ings og bein­ir því í jákvæðar áttir hér á landi. Afar­dýrt eða jafn­vel óger­legt væri að fram­kvæma slík lög með núver­andi vinnu­brögð­um.

Eft­ir­lit á að verða auð­velt með sam­þættun gagna. Áhuga­samur almenn­ingur á að hafa ­eft­ir­lit með opin­berum málum (frétta­menn starfa í umboði hans).

Mögu­leik­ar Al­þingis til þess að fram­kvæma eft­ir­lits­hlut­verk sitt eru ekki nógu góð­ir. Eft­ir­lit þess fer í dag einkum fram með fyr­ir­spurnum og skýrslu­beiðnum til­ fram­kvæmda­valds­ins, en þær er stundum erfitt að vinna (ráðu­neytin geta farið á hlið­ina við að svara fyr­ir­spurnum Alþing­is, sem þeim er þó skylt) vegna þess að ­gögnin eru ekki til, ekki til í staf­rænu formi, ekki til strúkt­úreruð (bara í rit­vinnslu­formi) eða í ólíkum og ósam­ræm­an­legum form­um. Rök­styðja má að vönt­un mið­lægra opin­berra gagna­grunna sé veru­leg hindrun þess að Alþingi ræki ­eft­ir­lits­hlut­verk sitt sóma­sam­lega.

Mik­il­vægt er að ráðu­neytin taki saman spurn­ingar Alþing­is, frétta­manna og almenn­ings­ nokkur ár aftur í tím­ann og tölvu­væði og sam­ræmi þau gögn sem þarf til þess að svara þeim og breyti vinnu­brögðum starfs­manna þannig að gögnin verði til í dag­legum störfum þeirra og birti þessar upp­lýs­ingar í raun­tíma á vefjum sín­um.

Fram hefur komið að bara bóta­svik eru áætluð 10 millj­arðar árlega og skatt­svik 4 sinnum hærri upp­hæð. Sam­þætt upp­lýs­inga­öflun getur dregið úr þessu og hér er vænt­an­lega að finna þann flöt þessa máls sem greiðir kostn­að­inn við gerð ­upp­lýs­inga­kerf­anna hrað­ast til baka.

Eldri af­greiðslu­form þurfa að hverfa s.s. afgreiðsla yfir borðið (stað­bund­in af­greiðsla), hlið­ræn tækni hverf­ur, síma- og póst­þjón­usta verður lögð af og ­sam­ræmd staf­ræn þjón­usta kemur í stað­inn. Þeir sem ekki geta unnið á net­inu fái að­stoð hjá bóka­söfnum (það stendur til í Sví­þjóð). Unnið er að verk­efnum af þessu tagi í nágranna­ríkj­un­um.

Með­ stór­felldum breyt­ingum á fram­kvæmd sam­eig­in­legs valds og sam­eig­in­legra mála verða til spenn­andi nýsköp­un­ar­færi fyrir sprota­fyr­ir­tæki. Mik­il­vægt að ­tölvu­deildir rík­is­ins for­riti ekki nýjar lausnir, heldur fyr­ir­tæki sem geta gert þær að útflutn­ings­vöru. Þá þyrfti að stór­styrkja tölvu­fræði­kennslu í skólum og setj­a ­mætti upp tölv­un­ar­fræði­brautir úti á landi í stað stór­iðju. Þær gefa meiri ­þjóð­hags­legan afrakst­ur.

Ávinn­ingur almenn­ings og at­vinnu­lífs

Mik­il­vægast­i á­vinn­ingur almenn­ings er gagn­sæi opin­berra starfa. Það er grund­völl­ur ­upp­lýstrar umræðu um sam­eig­in­leg mál og því for­senda alls sam­ráðs og þátt­töku hans í opin­berum mál­um. Opnir gagna­grunnar eru ein­kenni gagn­sæ­is. Um þetta var rætt í fyrri grein­unum tveim­ur.

Sam­ráð við almenn­ing á einkum að fram­kvæma af stjórn­sýslu en einnig af stjórn­mál­u­m. Það má spyrja sig hvaða form slíkt sam­ráð tekur á sig, oft er miðað við sam­tal á félags­miðl­um. Það er þó kannski óraun­hæft og slíkar sam­ræður þurfa ekki að vera gef­andi eða mál­efna­leg­ar. Sam­ráðið gæti líka verið meira óbeint, t.d. það að stjórn­sýslan og stjórn­málin fram­kvæmi skoð­ana­kann­an­ir, þekki vilja al­menn­ings og fyr­ir­tækja og fram­kvæmi hann. 

Mik­il­væg ­byrjun kann því að vera að mæta rétt­mætum vænt­ingum sam­fé­lags­ins, að stjórn­völd hafi þunnt eyra og fram­kvæmi vilja þess. Það getur falist í því að opin­ber­ir ­stjórn­endur axli ábyrgð þegar eitt­hvað fer úrskeiðis og taki ákveðið á spill­ingu. Þá er einnig ljóst og hefur stundum komið fram í skoð­ana­könn­unum og á annan hátt að almenn­ingur vill styrkja heil­brigð­is­kerf­ið, draga úr fátækt og mis­munun og láta þjóð­ina njóta afrakst­urs af auð­lind­um, svo nefnd séu ákveð­in ­mál sem stjórn­völd hafa sterkara umboð til þess að vinna en öðr­um.

Þá á upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar að auð­velda ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum að standa opin­berum aðilum skil á sínu, draga úr kostnað þeirra og auka frelsi í búset­u. Eitt af því sem gera þarf til þess að ná þeim mark­miðum er að mynda eina vef­gátt fyrir sem flest erindi þess­ara aðila, hvort sem þau bein­ast að ein­stök­um ­stofn­un­um, fleiri stofn­unum eða ólíkum stjórn­sýslu­stig­um. Það er gert með­ ­sam­þætt­ingu gagna og veru­lega auk­inni sam­vinnu stofn­ana. Eina dæmið hér á land­i um svona þjón­ustu eru tekju­skatt­skil ein­stak­linga sem nú eru auð­veld­ari en nokkru sinni áður, þótt lagaum­hverfið sé kannski flókn­ara en nokkru sinni fyrr. Þannig á ein gátt að gera opin­bera þjón­ustu ein­falda og auð­skilj­an­lega þótt lagaum­hverfi sam­tím­ans verði óhjá­kvæmi­lega sífellt flókn­ara. Þetta er ekki ­síður mik­il­vægt fyrir atvinnu­lífið en ein­stak­linga, en minni fyr­ir­tæki kvarta undan því hvað sam­skipti við opin­bera aðila eru erfið og mann­afls­frek.

Ávinn­ingur á vinnu­mark­aði

Mik­il­vægt er að hafa í huga að upp­lýs­inga­tækni­væð­ing lækkar valdap­íramíða í stofn­unum og ­fyr­ir­tækj­um, fækkar milli­stjórn­endum og styrkir stöðu starfs­manna í að­gerða­kjarna (svo notað sé fag­mál skipu­lags­fræð­anna), en þeir munu með­ ­upp­lýs­inga­tækn­inni fá þær upp­lýs­ingar sem þarf til þess að afgreiða og taka ­sam­ræmdar ákvarð­anir í mál­efnum ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Því munu færri erind­i koma á borð stjórn­enda sem fá í auknum mæli það hlut­verk að verða leið­tog­ar; fremstir meðal jafn­ingja. Eins og við þekkjum afgreiðir fólkið á gólf­inu nú flesta við­skipta­vini bank­anna, en ekki banka­stjórar eins og var.

Þetta hefur í för með sér vald­efli og aukna starfs­á­nægju starfs­fólks, eykur sam­ræmi í op­in­berri afgreiðslu og gæti því dregið úr geð­þótta­á­kvörð­unum æðstu yfir­manna og ráð­herra. Þannig má hugsa sér að spill­ing­ar­tæki­færum fækki. Aukin menntun hel­st í hendur við upp­lýs­inga­tækni­væð­ingu, en úr háskól­unum kemur nú sér­hæft vinnu­afl til starfa hjá stofn­un­um, sem getur tekið að sér aukna ábyrgð.

Hafa má í huga að firr­ing og lítil starfs­á­nægja (QWL, Quality of work­ing life) er oft­ast tengd ein­hæfum störfum eins og kom frá í bíó­mynd Chaplins, Nútím­an­um, en þar var hin svo­kall­aða vís­inda­lega stjórnun hædd. Ef starfs­menn geta fylg­t hverju máli lengur eftir en áður og haft yfir­sýn yfir afgreiðslu- eða þjón­ustu­ferli þá eykst starfs­á­nægja. Það ger­ist þegar starfs­fólk fær þau upp­lýs­inga­kerfi sem þarf til þess að það geti leyst verk­efni sín til enda. Þetta kann að ver­a ­skýr­ingin á því af hverju banka­menn hafa ekki mót­mælt gríð­ar­legri ­mannafls­fækkun hvar­vetna í heim­in­um.

Þá ­dregur upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar úr vinnu­tapi sem hlýst af því að erfitt er að eiga sam­skipti við opin­bera aðila og þjón­usta þeirra er upp­brot­in, akstur í sam­fé­lag­inu minnkar og annar þjóð­hags­legur sparn­aður eykst. Upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar gæti stuðlað að styttri vinnu­viku.

Hverjum klukkan glymur

Stjórn­sýslan myndar upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar­ og er það eitt af mik­il­væg­ustu verk­efnum hvers rík­is­valds í dag. Þau eru á borði stjórn­sýsl­unnar í flestum eða öllum öðrum ríkjum (sér­stak­lega Evr­ópu­ríkj­u­m þar sem stjórn­sýslan er sterk og fag­leg) og stjórn­málin koma aðeins að laga­setn­ing­u. Í þessu ljósi má skoða nið­ur­lagn­ingu Hag­sýslu­stofn­unar sem starf­aði á veg­um fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fram á síð­asta ára­tug síð­ustu ald­ar. Hún átti að end­ur­nýja opin­bera fram­kvæmd, sem síðan hefur dagað uppi hvað varð­ar­ ­upp­lýs­inga­tækni. Nefna má að það styður ekki upp­bygg­ingu upp­lýs­inga­sam­fé­lags­ fram­tíðar að kaupa tölvu og prent­ara og nota þau tæki eins og rit­vél.

Það gæti verið hindrun í þess­ari þróun hvað mörg­um ­stjórn­mála­mönnum er illa við stjórn­sýsl­una hér á landi og vilja veg hennar sem minnstan (margir alþing­is­menn líta á stjórn­sýsl­una sem óvin sinn); hvað ­stjórn­málin eru sterk hér og umlykj­andi en fag­mennska veik.

End­ur­skipu­leggja þarf mála­flokk­inn, koma á virku stjórn­skipu­lagi og fá að nauð­syn­lega þekk­ingu í Stjórn­ar­ráð­ið. Verk­efni nýrrar stofn­un­ar, tölvu­deildar rík­is­ins, verði vel skil­greind. Þau eru auk stefnu­mót­unar og áætl­ana­gerðar verk­efna­stjórn, mat á verk­efn­um, myndun sam­keppn­is­mark­aðar um upp­lýs­inga­tækni­lausnir, að hvetja ­stofn­anir til end­ur­nýj­unar vinnu­bragða og að stuðla að upp­bygg­ingu sprota­fyr­ir­tækja á mark­aði. Síð­ast en ekki síst ann­ist hún sam­þætt­ingu allra opin­berra gagna.

Tölvu­deild verði fyrst og fremst stjórn­un­ar- og grein­ing­ar­deild fyrir ríkið og ­rík­is­stjórn­inni og ráðu­neyt­unum til ráð­gjafar og stuðn­ings. Hún fram­kvæmi hins ­veg­ar, á eðli­legum for­send­um, sam­ráð við mark­aðs­að­ila (PPP, Public Pri­vat Partners­hip) og hún þyrfti ekki að vista gagna­söfn sín sjálf eða tryggja örygg­i þeirra. Sér­hæfðir aðilar gætu verið hæf­ari til þess.

Fag­mennska er aðal­at­riði. Gera þarf fram­kvæmda­á­ætl­an­ir, kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, móta stefnu í sam­skiptum við ­mark­aðs­að­ila og koma á virku eft­ir­liti með fram­kvæmd verk­efna. Taka verður fram að þau ríki sem náð hafa bestum árangri í sam­starfi við mark­aðs­að­ila hafa veitt smáum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum og fyr­ir­tækjum í eigu kvenna for­gang við útboð verk­efna. Það hindrar ekki notkun stórra hug­bún­að­ar­pakka s.s. Oracle eða SAP, ­sem þessi fyr­ir­tæki kaupa af ris­un­um.

Eðli­leg­t er að vista mála­flokk­inn hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, það er gert í flestum ríkj­u­m, enda eru fjár­mála­leg mark­mið mjög mik­il­væg við fram­kvæmd hans og ráðu­neyt­ið hefur þau úrræði sem þarf til þess að fram­kvæmdin tak­ist (t.d. að gefa þver­læg ­fyr­ir­mæli fyrir ríkið allt og skil­yrða fjár­veit­ing­ar).

Loka­orð

Þar sem stjórn­sýslan hefur hvorki skipu­lag né ­stofn­anir til þess að byggja upp upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar eins og kom fram í síð­ustu grein má hugsa sér að stjórn­málin taki í taumana. En svo er ekki. Þau bregð­ast við í póli­tískum skot­gröfum ef mál­efni þess koma til umræðu og nota ­mála­flokk­inn til að auka póli­tískar vin­sældir sín­ar, benda þá á net­kosn­ingar (þótt al­vöru kosn­ingar séu ófram­kvæmar­legar með upp­lýs­inga­tækni) og beint lýð­ræði (sem hefur lítið með upp­lýs­inga­sam­fé­lag að gera) en sjaldan eða aldrei á ann­að. Upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíðar fær því litla athygli frá stjórn­mála­mönnum eða úti í þjóð­fé­lag­inu og hafa ekki fengið síðan í bús­á­halda­bylt­ing­unni, en þá hljóm­aði krafan um ­gagn­sæi.

Gríð­ar­lega ­mik­il­vægt er að koma fag­legum sjón­ar­miðum í mála­flokknum til umræðu og fram­kvæmdar og að loka ekki aug­unum fyrir for­sendum fram­tíðar sam­fé­lags á Ís­landi.