Rafræn stjórnsýsla: Forsendur og áhrif (doktorsritgerð haustið 2008)

Úr inngangi:

„Í ljós kom að aðgengi að netinu er mjög gott meðal allra hópa almennings,
með því mesta sem gerist, en aðgengi er talið mæla stafræna gjá (e. digital di-
vide). Notkun er einnig óvenjulega mikil, en aukin menntun hefur umtalsverð
áhrif til aukinnar tölvunotkunar og auknar tekjur hafa einnig áhrif, en verulega
minni, en aðrir félagslegir þættir breyta litlu um notkun almennings á netinu.
Áhrif af aukinni upplýsingagjöf á netinu á almenning eru meðal annars þau
að styrkja samfélagslega stöðu hans og er fjallað sérstaklega um þau sem vald-
efli (e. empowerment), en allir hópar almennings hafa valdeflst þótt það sé
mismikið. Í ljós kemur einnig að starfsfólk stofnana og fyrirtækja styrkir stöðu
sína mikið af störfum sínum við tölvur og netið og umfram það sem allur
almenningur gerir.
Þá koma fram margháttuð áhrif upplýsingatækni á skipulagsmál og stjórnun
opinberra stofnana. Helstu áhrif eru aukin samþætting á öllum stigum stjórn-
sýslu, aukið starfssvið (e. job enlargement) og valddreifing. Þessi áhrif eru
metin af starfsfólki stofnana og skoðaðar margar spurningar og fullyrðingar
sem komið hafa fram í fræðigreinum. Sum þessara áhifa virðast styðjast við
marga áhrifavalda, en hér staðfestist þáttur upplýsingatækninnar í breyting-
unum.“

Hér er tengill í bókina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *