Hugleiðingar um tekjur.is og birtingu skattskrár (18.10.2018)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Spurt hefur verið hvort starf­semi vefj­ar­ins tekj­ur.is sé eðli­leg og í sam­ræmi við lög og regl­ur. Þar má finna skatt­tekjur ein­stak­linga á árinu 2016 gegn gjaldi. Útgáfu­að­ili er óþekkt­ur, en Rík­is­skatt­stjóri afhenti honum gögnin á papp­írs­formi. Per­sónu­vernd hefur haft málið til skoð­un­ar, en sýslu­mað­ur­inn á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafn­aði lög­banni á vef­inn.

Það er alltaf hætt við því að svona mál verði mjög lög­fræði­legt og vinn­ist á laga­túlk­un­um. Hér vil ég reyna að greina málið sem stjórn­sýslu­fræð­ingur og vona að lög­fræðin hjá mér sé eftir atvikum byggð á aðal­at­riðum máls­ins.

Almanna­hags­munir og per­sónu­vernd

Í mál­inu takast í aðal­at­riðum á almanna­hags­munir og per­sónu­vernd, sjá 9. gr. laga um per­sónu­vernd nr. 90/2018. Það er að nokkru leyti hug­lægt mat hvernig þessi stóru hug­tök standa hvort gagn­vart öðru og getur verið breyti­legt frá einum tíma til ann­ars og einum stað til ann­ars. En almennt er talið á Norð­ur­löndum að skattar og upp­gefnar tekjur til skatts varði alla í sam­fé­lag­inu. Og tekjur eru ekki „við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ing­ar“ eins og þær eru skil­greindar í per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­inni. Hags­munir ein­stak­linga í mál­inu tak­markast af því að hér er um afmark­aðan hluta af fjár­málum þeirra að ræða sem ekki gefur endi­lega heild­ar­mynd af fjár­hags­legum aðstæðum þeirra. Því er senni­legt að fram­takið mæti að öðru jöfnu almennum skil­yrðum um per­sónu­vernd.

Rík­is­skatt­stjóri

Í 98. gr. laga um tekju­skatt nr. 90/2003 er fjallað um birt­ingu upp­lýs­inga úr skatt­skrá. Þar segir meðal ann­ars að skatt­skrá skuli liggja frammi á „hent­ugum stað“ í tvær vikur á ári. Síðar í sömu mgr. seg­ir: „Heimil er opin­ber birt­ing á þeim upp­lýs­ingum um álagða skatta, sem fram koma í skatt­skrá, svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Hér er ekki endi­lega um ótví­ræða heim­ild til sam­felldrar dreif­ingar í tíma að ræða. Það má spyrja sig hvort seinna ákvæðið eigi bara við um birt­ing­una í tvær vikur eða hvort túlka eigi það vítt og þá þannig að almennt megi gefa skatt­skrána út í heild. Seinna ákvæðið virð­ist heim­ila dreif­ingu raf­rænna gagna til útgáfu og þá hjá útgáfu­að­il­um, en ekki í öðrum til­gangi. Þótt útgáfu­form hafi breyst (netið í stað papp­írs) hefur eðli útgáfu ekki gert það og útgáfu­heim­ildin ætti að vera í fullu gildi af þeim sök­um. Til tveggja vikna eða allt árið eftir því hvernig það er túlk­að. Svo er líka spurn­ing hvað er hent­ugur stað­ur.

Þegar Rík­is­skatt­stjóri túlkar þessar heim­ildir sínar skiptir þó meg­in­máli hvaða hags­munir takast á: almanna­hagur eða hags­munir ein­stak­linga.

Annað sem skiptir Rík­is­skatt­stjóra máli eru ný lög um end­ur­not opin­berra upp­lýs­inga, nr. 45/2018. Sam­kvæmt þeim ber opin­berum stofn­unum að dreifa gögnum sínum til einka­að­ila og til notk­unar í öðrum til­gangi en þeirra var aflað til að upp­fylltum eðli­legum skil­yrð­um. Þessi lög eru tím­anna tákn og í takt við hug­myndir um „big data“. Gjald­færslan fyrir það verk má síðan ekki vera nema fyrir kostn­að­inum sem hlýst af þess­ari dreif­ingu sér­stak­lega, sjá 10. gr. lag­anna. Í ESB til­skip­un­inni 2013/37/ESB sem inn­leidd var með þeim lögum er talað um jað­ar­kostnað (e. marg­inal costs).

Ef skatt­stjóri dreifir gögn­unum á pappír er það ein­kenni­leg stjórn­sýsla og mögu­lega ólög­leg, hún getur brotið meg­in­reglur svo sem um rétt­mæti og jafn­vel með­al­hóf. Þá fellur til kostn­aður við inn­slátt og yfir­lestur sem almenn­ingur hefur þegar greitt fyr­ir.

Per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið

Nokkur atriði varða per­sónu­vernd. Fyrst og fremst virð­ist lík­legt að starf­semi tekj­ur.is sé leyf­is­skyld. Reikna má með að leyfi Per­sónu­verndar fyrir vinnslu sem gengur svona nærri ein­stak­lingum sé háð ýmsum skil­yrð­um.

Mjög senni­legt er að af ákvæðum um gagn­sæi og um rétt­indi þess sem upp­lýs­ing­arnar varðar leiði að sér­hver skatt­greið­andi eigi að geta séð upp­lýs­ingar um sig sér að kostn­að­ar­lausu. Hér er þá meðal ann­ars vísað í 17. gr. per­sónu­vernd­ar­lag­anna. Gjald­færsla fyrir eigin upp­lýs­ingar kemur vænt­an­lega ekki til greina.

Þá þarf gagn­sæið að ganga í báðar áttir og er þá átt við að skatt­greið­endur geti á vefnum séð hverjir hafa flett þeim upp og fengið til­kynn­ingu um það. Slíkt kerfi mun vera í bígerð eða komið í loftið hjá skatta­yf­ir­völdum í Nor­egi. Virð­ist mega leiða líkur að því að laga­skylda standi til þess­arar fram­kvæmdar sam­kvæmt per­sónu­vernd­ar­lög­un­um.

Þá komum við að praktískum málum sem gætu varðað leyf­ið, sem eru meðal ann­ars þau að ekki eru til nein þjóð­ar­net­föng eða aðrir aug­ljósir til­kynn­inga­mögu­leikar opn­ir. Þó safnar Rík­is­skatt­stjóri net­föngum skatt­greið­enda, en spurn­ing hvort skil­yrða þurfi vinnsl­una því að net­fang eða síma­númer skatt­greið­enda liggi fyrir þannig að mögu­legt sé að til­kynna honum um vinnslu.

Þá er mjög óeðli­legt að vinnsla svona upp­lýs­inga á sam­fé­lags­legum for­send­um, í þágu almanna­hags, sé kostn­að­ar­söm fyrir íbú­ana. Spurn­ing er hvort Per­sónu­vernd getur sett skil­yrði um rekstr­ar­form aðila, til dæmis að það sé „not-­for-profit“. Það hefur hún ekki gert varð­andi aðrar skrá, svo sem fyr­ir­tækja­skrá.

Vinnslu­að­il­inn

Svo virð­ist sem vinnslu­að­ili tekj­ur.is hafi ekki upp­fyllt eðli­leg skil­yrði á sviði per­sónu­vernd­ar. Ef svo er þá er það mjög ámæl­is­vert þar sem þessar upp­lýs­ingar ganga óneit­an­lega nærri skatt­greið­endum og þeir eiga rétt á ítr­ustu vernd sem per­sónu­vernd­ar­lög­gjöfin veit­ir.

Ef vinnslu­að­il­inn hefur hafnað því að gefa upp­lýs­ingar um hvað margir hafa keypt þjón­ustu hans eða að veita aðrar upp­lýs­ingar um töl­fræði vinnslu sinnar er það vænt­an­lega ólög­legt. Hann verður óhjá­kvæmi­lega að virða meg­in­reglur um gagn­sæi.

Hvað ber að gera?

Birt­ing skatt­skrár á net­inu allt árið er senni­lega komin til þess að vera og er í takt við meg­in­hug­myndir um lýð­ræð­is­legt hlut­verk upp­lýs­inga í nútíma lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi, þótt illa hafi tek­ist til í þetta skipt­ið. Hún mun þó alltaf verða umdeild, enda er þá gengið nær íbú­unum en áður hefur verið gert.

Ekki er ósenni­legt að Alþingi bregð­ist til­tölu­lega hratt við og taki af vafa um lög­mæti birt­ing­ar­inn­ar. Senni­leg­ast er að þingið miði við fram­kvæmd svona mála á hinum Norð­ur­lönd­unum og þá ekki síst við norsku fram­kvæmd­ina. Það myndi þýða að birt­ing yrði leyfð með þröngum skil­yrð­um.

Þá reikna ég með að starf­semi tekj­ur.is verði úrskurðuð ólög­mæt þar sem hún byggir ekki á ótví­ræðum laga­á­kvæðum sem vinnsla svona per­sónu­upp­lýs­inga þarf að gera og upp­fyllir ekki skil­yrði per­sónu­vernd­ar­laga. Ef slíkri starf­semi yrði komið á fót aftur myndi hún verða að upp­fylla ný lög frá Alþingi, en núver­andi starf­semi byggir eðli­lega á þeim laga­á­kvæðum sem fyrir lágu þegar hún var opn­uð.

Þá er eðli­leg­ast að Rík­is­skatt­stjóri fram­kvæmi birt­ingu skatt­skrár eins og hefð er fyrir og búi til þess sér­stakt kerfi svipað og hann hefur gert við birt­ingu ann­arra skráa.