Greinin var birt í veftímaritinu Stjornmál og stjórnsýsla haustið 2016.
Útdráttur: „Í þessari grein er málþóf og veikt skipulag í þingstörfum á Alþingi á síðustu 24 árum skoðað í ljósi fræðikenninga um þjóðþing og um samfélagsleg áhrif netsins og breytts ytra og innra umhverfis þingsins. Í ljós kemur að þingstörfin einkennast af átökum sem eru föst í ákveðnu fari og spilla tímastjórnun og stjórn dagskrár. Megineinkenni og mælanlegar stærðir breytast lítið í þessu tilliti. Þá eru ábendingar um að gæðum lagasetningar sé ábótavant. Að stjórnarandstaðan komist í samningsaðstöðu í málum með málþófi vegna veiks skipulags þingstarfa virðist óviðeigandi lausn á annars afar mikilvægu máli. Kröfur nútímans um vönduð vinnubrögð, skilvirkni og málefnalega, hnitmiðaða og skiljanlega umræðu eru orðnar háværar.“