Réttmætar væntingar (18.02.2016)

Texti greinar sem birtist í Kjarnanum.

—–

Fyrir um þremur ára­tugum sá fram­sýn­asta fólk fyrir sér að upp­lýstur almenn­ingur á Vest­ur­löndum myndi inn­an­ ­skamms lesa opin­ber gögn í frí­tíma sínum og taka þátt í að stjórna land­inu á kvöld­in. Þetta gerð­ist með til­komu einka­tölvanna og nets­ins.

Hug­mynd­in var kannski ekki alveg ný, Lenín hafði stefnt að hinu sama tæpri öld áður og ­sagt að jafn­vel elda­buskur ættu að geta stjórnað rík­inu, en nú kom hún á rétt­u augna­bliki í sögu vest­ræns lýð­ræð­is; þátt­taka í kosn­ingum hafði minnkað og einnig til­trú ungs fólks á sjálfu stjórn­kerf­inu – og nútíma­tæknin vakti nýjar vonir um áhuga almenn­ings á stjórn­mál­um.

Ný fram­tíð­ar­sýn

Í fram­hald­inu komu fram hug­tök sem studdu ný hlut­verk upp­lýs­inga­tækni. Þau vörð­uðu einkum upp­lýs­inga­gjöf sem nú er ­kallað gagn­sæi og síðan þátt­töku sem við köll­u­m hér sam­ráð (e. part­icipatory democracy). Í þriðja lagi má tala um frels­is­hug­myndir nets­ins sem að vissu marki er ný sam­fé­lags­sýn. Hér er einkum fjallað um þessi þrjú aðal­at­riði þótt upp­lýs­inga­tæknin hafi borið með sér margar fleiri hug­myndir og ­form, til dæmis um sam­vinnu og hún og sam­fé­lags­miðl­arnir leika stórt frels­is­hlut­verk víða um heim. Hafa verður í huga að bar­áttan fyrir þessum nýju hug­tökum eða hug­myndum er við­var­andi enda eru þær fram­andi hefð­bund­inn­i op­in­berri fram­kvæmd og jafn­vel hug­myndum um mark­aðs­hegð­un. Eftir hrun, í bús­á­halda­bylt­ing­unni, voru þær fyrir alvöru kynntar í íslenskum stjórn­mál­um.

Áhrif ­nets­ins á stjórn­mál og lýð­ræði eru við­fangs­efni fræði­manna og víða hafa ver­ið ­settar upp sér­stakar informat­ics-deild­ir innan stjórn­mála­fræði- eða félags­vís­inda­deilda sem rann­saka hag­nýt­ing­u ­tækn­innar og áhrif hennar á sam­fé­lög.

Fram­kvæmd þess­ara hug­mynda er nú opin­ber­lega keppi­kefli allra lýð­ræð­is­legra rík­is­stjórn­a og hefur verið studd af Sam­ein­uðu þjóð­unum frá því Mil­lenium áætl­unin kom fram, og Stjórn­sýslu­stofnun þeirra (UN­PAN, United Nations Public Administration Network) hefur mælt fram­kvæmd lýð­ræð­is­legrar upp­lýs­inga­gjafar og sam­ráðs í aðild­ar­ríkj­u­m sínum frá 2003, einkum í því skyni að leið­beina og veita rík­is­stjórnum í þriðja heim­inum aðhald. Þá hafa Alþjóð­lega efna­hags­stofn­unin (WEF) og Alþjóð­lega fjar­skipta­sam­bandið (ITU) beitt sér fyrir inn­leið­ingu upp­lýs­inga­tækni og ­nets­ins. 

Gagn­sæi

Upp­lýs­inga­gjöf er mik­il­væg­ust fyr­ir­ lýð­ræð­ið. Krafan um opinn aðgang að opin­berum gögnum á net­inu er almenn og ­tekur til flest allra opin­berra starfa. Að orðið sé við henni er grund­vall­ar­at­rið­i í lýð­ræð­inu og for­senda sam­ráðs og virkni almenn­ings. Og full­yrða má að aldrei í sögu mann­kyns­ins hafi verið jafn opinn aðgangur að upp­lýs­ing­um.

Alþjóða­stofn­an­ir hafa not­fært sér netið til þess að koma töl­fræði og stað­reyndum á fram­færi, ­meðal ann­ars í því skyni að veita stjórn­völdum ein­stakra ríkja aðhald varð­and­i það sem þau leggja á borðið gagn­vart íbúum sín­um. Þær hafa farið á undan í þessu efni, en ein­stakar rík­is­stjórnir og sveit­ar­fé­lög á Vest­ur­löndum hafa lík­a brugð­ist vel við bæði í orði og verki. Alþjóða­stofn­anir fylgj­ast með­ ­tölvu­væð­ingu ríkja, en minna eft­ir­lit er með lægri stjórn­sýslu­stig­um.

Til­ að byrja með voru deilur á alþjóða­vett­vangi um eign­ar­hald á upp­lýs­ing­um. Í anda NPM (New Public Mana­gement, hægri stjórn­mála- og stjórn­sýslu­stefna sem kom fram undir 1990 á tímum Reag­ans og Thatcher) komu fram hug­myndir um að einka­að­il­ar dreifðu opin­berum upp­lýs­ingum á net­inu gegn hóf­legu gjaldi og þær tók­ust á við frels­is­hug­mynd­ir ­nets­ins um opnar upp­lýs­ing­ar. Net­verjar og raunar margir lög­menn og fræði­menn sögð­u að almenn­ingur hefði þegar greitt fyrir gerð opin­berra upp­lýs­inga og að op­in­bert vald yrði að fjár­magna starf­semi sína með öðrum hætti, ekki síst í ljósi lýð­ræð­is­hlut­verks upp­lýs­inga. Segja má að hug­mynd­irnar um opin aðgang hafi orðið ofan á í okkar heims­hluta. 

Hér á landi tókst Alþingi á árinu 1995 á við ­dóms­mála­ráðu­neytið um hvort selja ætti aðgang að laga­safn­inu og vann eft­ir­minni­legan sig­ur. Engu að síður selja íslensk stjórn­völd enn aðgang að nokkrum gagna­söfnum rík­is­ins. Þessar alþjóð­legu deilur eru raunar enn í gang­i og taka til sífellt nýrra sviða, má þar nefna aðgang að nýrri þekk­ingu sem verð­ur­ til með rann­sóknum sem nú er í síauknum mæli í opnum aðgangi. En alþjóð­leg­ir auð­hringir hafa um ára­bil reynt að loka eða hafa lokað á dreif­ingu hennar með­ ein­ok­un­ar­til­burðum í fræði­greina­út­gáfu. HÍ hefur nýverið sam­þykkt stefnu um op­inn aðgang að rann­sóknum og Rannís setur slíkt skil­yrði fyrir vís­inda­styrkj­um.

Eft­ir árás­irnar á tví­bura­t­urn­ana 2001 fóru flestar vest­rænar rík­is­stjórnir að ­sam­þætta upp­lýs­ingar (sam­keyra), það var orðin óhjá­kvæmi­leg nauð­syn og það er nú við­tekið verk­efni rík­is­ins. Sam­þættar upp­lýs­ingar gera stjórn­völdum kleift að ­stjórna með meiri nákvæmni og bregð­ast fyrr við en nokkru sinni áður, að ekki sé minnst á árangur á öðrum sviðum svo sem varð­andi það að tryggja öryggi og hindr­a ­svik – engu far­sælu rík­is­valdi verður lengur stjórnað með eldri tækni, sam­þætt­ing­in hefur tekið við sem öfl­ug­asta stjórn­tæk­ið. Sam­þætt­ing upp­lýs­inga er tækni­leg­ur grund­völlur þess að veita almenn­ingi heild­stæðar upp­lýs­ingar um opin­ber­an ­rekstur sem og um eigin sam­skipti ein­stak­linga og fyr­ir­tækja við opin­bert vald, auk þess sem hún gerir mögu­legt að afgreiða á einum stað erindi aðila sem fara til­ af­greiðslu margra stofn­ana. Hún er þannig lyk­ill­inn að ein­földun þjón­ustu og ­auk­inni hag­kvæmni og skilvirkni opin­berra starfa. Sam­þætt­ingin skapar upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar. UNPAN mælir hversu vel rík­is­stjórnir sam­þætta þjón­ustu sína og það hefur ESB líka gert.

Á síð­asta ára­tug síð­ustu aldar kom upp mikil umræða um að sam­þættar upp­lýs­ing­ar ­sköp­uðu nýja per­sónu­vernd­ar­hættu. En sú umræða hefur alveg hljóðnað og þær hug­myndir eru nú gam­al­dags og hindra fram­þró­un. Í dag nota stjórn­völd aðr­ar að­ferðir til að hafa eft­ir­lit með almenn­ingi, þau gera það í for­virk­um ­rann­sókn­um; hler­anir á símum og net­inu (hjá þjón­ustu­að­il­um) eru raun­tíma­eft­ir­lit. En sam­þætt­ingin hefur út af fyrir sig ekki skapað þá per­sónu­vernd­ar­hættu sem ­spáð var.

Sam­ráð

Fá mál­efni sem varða ­upp­lýs­inga­tækn­ina hafa fengið meiri athygli á umliðnum árum en nýir mögu­leik­ar ­nets­ins á sam­ráði stjórn­valda við almenn­ing, við það hafa ekki hvað síst ver­ið bundnar vonir og vænt­ing­ar. Flestar alþjóða­stofn­anir hafa fjallað um málið og ESB varið fjár­magni í rann­sóknir og fram­kvæmd­ir. Umræðan hefur verið mjög víð­tæk. Ný hug­tök hafa komið fram; þátt­töku­lýð­ræði er almennt yfir­heiti um sam­ráð á net­in­u (e. part­icipatory democracy, oft kallað e-part­icipation af alþjóða­stofn­un­um), í­búa­lýð­ræði tekur til sam­ráðs á lægri stjórn­sýslu­stigum (e. local democracy) og um­ræðu­lýð­ræði er heiti á fræði­kenn­ingu sem varðar málið (e. deli­ber­ati­ve democracy). Líka kallað rök­ræðu­lýð­ræði.

Umræðu­lýð­ræði er vin­sælt á Norð­ur­lönd­unum og á Vest­ur­löndum sem aðferð við fram­kvæmd sam­eig­in­legrar ákvarð­ana­töku og hefur víða komið til fram­kvæmda á lægri stjórn­sýslu­stig­um. Umræðu­lýð­ræði leggur áherslu á að nið­ur­stöður í sam­eig­in­leg­um ­málum megi fá fram með sam­ræðu og  að hún­ ­geti leitt til sam­eig­in­legs skiln­ings, til lög­mætrar og rétt­mætrar nið­ur­stöð­u, án þess að til kosn­inga komi. Umræðu­lýð­ræði er í miklu upp­á­haldi hjá ­fylg­is­mönnum þátt­töku­lýð­ræðis sem nýtt sam­ræðu­form á net­inu. Margir hafa lag­t á­herslu á að það styrki full­trúa­lýð­ræðið og bæti und­ir­bún­ing mála og tækn­i ­fé­lags­miðla hefur í mörgum til­vikum verið notuð til þess að mynda um­ræðu­vett­vang sveit­ar­stjórna við íbúa sína, einkum erlendis og í litlum mæli hér á landi.

Hins vegar hafa eldri banda­rískar hug­myndir um lýð­ræði líka breiðst út á net­inu og einkum hug­myndir um beint lýð­ræði. Þær leggja áherslu á aðkomu almenn­ings­ að ákvarð­ana­tök­unni og að ein­faldur meiri­hluti taki réttar ákvarð­anir (þessu ­fylgir áhersla á taln­ingu) og hafa náð ákveð­inni hylli í nýfrjálsum ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu þar sem hug­myndir um vest­rænt lýð­ræði hafa verið gerðar tor­tryggi­legar um nokk­urra ára­tuga skeið. Einnig hér á landi þar sem nor­ræna lýð­ræð­is­formið okk­ar varð fyrir áfalli með hrun­inu.

Frels­is­hug­myndir nets­ins

Nýjar frels­is­hug­myndir breidd­ust út ­með þróun upp­lýs­inga­tækn­inn­ar.  Þær eru oft kall­aðar frels­is­hug­myndir nets­ins. Netið ger­breytti sam­skipta­mögu­leik­um að­ila í stjórn­málum og ekki síst aðstöðu gras­rót­ar­hreyf­inga, það hafði og hef­ur ekki síst áhrif á póli­tíska bar­áttu og aðstöðu aðila í stríði og friði víða um heim. Þær hug­myndir sem hér er vísað til eru um (a) nýtt og auk­ið tján­ing­ar­frelsi, (b) um rétt­inn til þess að vita og (c) um jafn­rétti og jafn­a ­stöðu aðila sem í seinni tíð er kallað net neutrality.

Tækn­i Inter­nets­ins er lyk­il­at­riði í þessu til­liti. Hún byggir á jöfn­uði milli aðila þannig að þeir geta bæði verið í mót­töku- og þjón­ustu­hlut­verki sem var um­snún­ingur frá stjörnu­netum síma­fé­lag­anna. Þá er upp­bygg­ing þess eig­in­lega al­veg frjáls, það er hægt að bæta við það frá hvaða punkti sem er sem þýðir að erfitt er að hlera á einum stað (nema kannski eyj­ar) og send­ingar rata ekki alltaf sömu leið, send­inga­leið ræðst af álagi. Þá er tækni nets­ins ekki höf­und­ar­rétt­ar­var­in.

Vest­ræn ­stjórn­völd sáu mögu­leik­ana í net­inu og að með sölu rík­is­síma­fé­lag­anna og til­komu sam­keppni í fjar­skipt­um, en hvort tveggja varð fljót­lega keppi­kefli lýð­ræð­is­legra rík­is­stjórna, var talið að búið væri að sjá við hætt­unum sem ­Ge­orge Orwell hafði rétti­lega bent á í bók sinni Ninet­een Eighty-­Four (1949) að fylgdu sam­runa síma- og tölvu­tækni. Hann gekk út frá stjörnu­neti í rík­i­s­eigu. Þannig sam­ein­að­ist tölvu­fólk síð­ustu ára­tuga, aktí­vistar og stjórn­mála­menn um að gera netið að því sem það er í dag, þótt ­deila megi um hvort frels­is­hug­myndir þess hafi allar gengið eftir en kúg­un­ar­hætt­urn­ar ­sem Orwell benti á hafa tekið á sig aðra mynd en hann spáði.

Net­ið hefur leikið stórt hlut­verk við að frelsa minni­hluta­hópa og er t.d. óhugs­and­i að staða sam­kyn­hneigðra hefði batnað jafn mikið og raun ber vitni hér á land­i ­nema vegna til­komu þess. Þá hefur það kallað heilar þjóðir til frels­is­bar­átt­u og er þá einkum litið til ríkj­anna við botn Mið­jarð­ar­hafs­ins. Þar hafa þó veik­leikar nets­ins orðið að aðal­at­riði, enda þótt það auð­veldi bylt­ing­ar, hef­ur það hvorki stofn­anir né skipu­lag og í fram­haldi af bylt­ing­unum í þessum ríkj­u­m hafa sterk­ustu og best skipu­lögðu öflin í hverju þjóð­fé­lagi tekið völd­in, en ekki „al­menn­ing­ur“.

Þá hefur ekki verið minnst á aðal­málið varð­andi frelsi net­not­enda og raunar heilla ­þjóða, því stórir einka­að­il­ar, auð­hring­ar, hafa í vax­andi mæli komið sér upp­ ­bún­aði til þess að fylgj­ast með almenn­ingi og gera sér upp­lýs­ingar um hann að ­fé­þúfu. Það hafa rík­is­stjórnir nýtt sér og einkum rík­is­stofn­anir í BNA. Og hætt­urnar af rík­is­vald­inu eru vissu­lega ekki horfn­ar, öll ríki sem vilja taka þátt í valda­tafli í stærri málum í heim­inum stunda eft­ir­lit og fram­kvæma að­gerðir á net­inu – og kosta þróun bún­aðar í eigin þágu.

Hættur upp­lýs­inga­frels­is­ins

Hér skal að lokum tek­inn útúr­dúr sem ­sýnir að þró­unin er ekki ein­hlít og áhrif nets­ins eru lyk­il­at­riði í umræðu um frelsi og lýð­ræði í dag. Því er varpað fram hvort frelsið og upp­lýs­ing­arnar séu bara jákvætt afl. Þær vald­efla vissu­lega almenn­ing (e. empowerment) en spurn­ing er hvort það þurfi að eiga sér tak­mörk. Það kann að stytt­ast í að félaga­sam­tök ráði yfir þekk­ingu og afli á gerð kjarn­orku­sprengj­unnar (jafn veikt ríki og N.-Kórea ræður við að búa hana til). Vera má að „ábyrgir“ aðilar þurfi að kort­leggja hvað hver jarð­ar­búi veit og til hvers hann er lík­legur að nota þekk­ingu sína. Ef sú þörf er raun­veru­leg til þess að tryggja fram­tíð mann­kyns­ins og jarð­ar­innar getur netið og upp­lýs­inga­frelsið í fram­tíð­inni frekar dregið úr frelsi en aukið það.

Loka­orð

Það er óhætt að segja að íslensk ­stjórn­völd hafi ekki skilið hverjum klukkan glymur í þessu mik­il­væga máli, með­ ­fá­einum und­an­tekn­ingum þó.

Í næst­u ­greinum verður fjallað um stöðu Íslands, fyrst verður í grein­inni Rofin fyr­ir­heit fjallað um stöðu upp­lýs­inga­tækni­mála hjá ­rík­inu, í grein­inni um Upp­lýs­inga­sam­fé­lag eða ekki af hverju við erum að missa og hvaða áhrif það virð­ist hafa á stjórn­mál, síðan um mögu­lega fram­kvæmd þess í Fram­kvæmd ­netlýð­ræðis.